Tíu ár síðan Tiger keyrði á brunahanann, konan mætti með kylfuna og heimurinn komst að hinu sanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 10:30 Tiger Woods með syni sínum Charlie Axel Woods á tennismóti í New York. Getty/Gotham/ Í dag er Þakkagjörðarhátíðin í Bandaríkjunum en það var einmitt eftir eina slíka þar sem líf kylfingsins Tiger Woods umturnaðist. Í dag er hann ríkjandi Mastersmeistari en það tók þennan vinsæla kylfing langan tíma að vinna sig til baka eftir örlagaríka nótt fyrir tíu árum síðan. Tiger Woods var yfirburðamaður í golfheiminum fyrir rúmum áratug og met Jack Nicklaus í risastitlum var þá í mikilli hættu. Þakkagjörðarhátíðin árið 2009 reyndist hins vegar verða Tiger ansi afdrifarík. Um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan að einkalíf besta kylfings heims sprakk í andlitið á honum og heimurinn komst að því hvert hið raunverulega líf hans var á bak við tjöldin. Í tilefni af þessu „afmæli“ árekstursins fyrir utan heimili Tiger Woods hefur ESPN tekið saman helstu atburðina á þessum viðburðaríka og dramatíska áratugi Tigers frá 2009 til 2019.On Nov. 27, 2009, Tiger Woods ran into a fire hydrant. That was just the beginning of a decade in which so much -- good, bad and ugly -- enveloped his life. (via @BobHarig) https://t.co/gtyNDjR2BA — ESPN (@espn) November 27, 2019 Tiger Woods lifði tvöföldu lífi og allt komst þetta upp nóttina eftir Þakkagjörðarhátíðina 2009. Tiger keyrði þá undir áhrifum á brunahana og síðan á tré nágrannans rétt fyrir utan heimili sitt. Elin, kona Tigers notaði golfkylfu til að brjóta afturgluggann á bílnum þar sem Tiger lá meðvitundarlaus. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús og var frá keppni fram á næsta ár. Í framhaldinu komu út fréttir um framhjáhald Tigers og að hjónaband hans væri að enda. Hann sagðist ætla að reyna að bjarga hjónabandinu en tókst það ekki. Tiger viðurkenndi síðan sjálfur í sjónvarpávarpi í byrjun ársins 2010 að hann hafi átt í fjölda framhjáhalda en hann hafði áður farið í meðferð fyrir kynlífsfíkla. Það var ekki fyrr en árið 2018 sem Tiger Woods komst aftur á skrið en auk vandræðanna utan golfvallarins þá glímdi hann líka við erfið bakmeiðsli sem háðu honum mikið og kölluðu á hverja aðgerðina á fætur annarri. Stóra endurkoman var á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þegar Tiger Woods vann glæsilegan sigur. Þetta var fimmtándi sigur hans á risamóti en sá fyrsti frá árinu 2008. Yfirgerð ESPN er fróðlegur lestur. Tiger Woods var einn allra vinsælasti íþróttamaður heims þegar allt fór í rugl í nóvember 2009 og það hafa mjög margir mikinn áhuga á gengi hans. Þetta sést ekki síst á áhorfi á þau golfmót þar sem hann nær sér á strik. Hér fyrir neðan má sjá myndband tengdu grein ESPN en þar líka farið yfir söguna í máli og myndum. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Í dag er Þakkagjörðarhátíðin í Bandaríkjunum en það var einmitt eftir eina slíka þar sem líf kylfingsins Tiger Woods umturnaðist. Í dag er hann ríkjandi Mastersmeistari en það tók þennan vinsæla kylfing langan tíma að vinna sig til baka eftir örlagaríka nótt fyrir tíu árum síðan. Tiger Woods var yfirburðamaður í golfheiminum fyrir rúmum áratug og met Jack Nicklaus í risastitlum var þá í mikilli hættu. Þakkagjörðarhátíðin árið 2009 reyndist hins vegar verða Tiger ansi afdrifarík. Um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan að einkalíf besta kylfings heims sprakk í andlitið á honum og heimurinn komst að því hvert hið raunverulega líf hans var á bak við tjöldin. Í tilefni af þessu „afmæli“ árekstursins fyrir utan heimili Tiger Woods hefur ESPN tekið saman helstu atburðina á þessum viðburðaríka og dramatíska áratugi Tigers frá 2009 til 2019.On Nov. 27, 2009, Tiger Woods ran into a fire hydrant. That was just the beginning of a decade in which so much -- good, bad and ugly -- enveloped his life. (via @BobHarig) https://t.co/gtyNDjR2BA — ESPN (@espn) November 27, 2019 Tiger Woods lifði tvöföldu lífi og allt komst þetta upp nóttina eftir Þakkagjörðarhátíðina 2009. Tiger keyrði þá undir áhrifum á brunahana og síðan á tré nágrannans rétt fyrir utan heimili sitt. Elin, kona Tigers notaði golfkylfu til að brjóta afturgluggann á bílnum þar sem Tiger lá meðvitundarlaus. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús og var frá keppni fram á næsta ár. Í framhaldinu komu út fréttir um framhjáhald Tigers og að hjónaband hans væri að enda. Hann sagðist ætla að reyna að bjarga hjónabandinu en tókst það ekki. Tiger viðurkenndi síðan sjálfur í sjónvarpávarpi í byrjun ársins 2010 að hann hafi átt í fjölda framhjáhalda en hann hafði áður farið í meðferð fyrir kynlífsfíkla. Það var ekki fyrr en árið 2018 sem Tiger Woods komst aftur á skrið en auk vandræðanna utan golfvallarins þá glímdi hann líka við erfið bakmeiðsli sem háðu honum mikið og kölluðu á hverja aðgerðina á fætur annarri. Stóra endurkoman var á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þegar Tiger Woods vann glæsilegan sigur. Þetta var fimmtándi sigur hans á risamóti en sá fyrsti frá árinu 2008. Yfirgerð ESPN er fróðlegur lestur. Tiger Woods var einn allra vinsælasti íþróttamaður heims þegar allt fór í rugl í nóvember 2009 og það hafa mjög margir mikinn áhuga á gengi hans. Þetta sést ekki síst á áhorfi á þau golfmót þar sem hann nær sér á strik. Hér fyrir neðan má sjá myndband tengdu grein ESPN en þar líka farið yfir söguna í máli og myndum.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira