Erlent

Úrslita ekki að vænta fyrr en á föstudag

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Á kjörstað í namibísku höfuðborginni Windhoek í dag.
Á kjörstað í namibísku höfuðborginni Windhoek í dag. Vísir/AP
Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta í dag, fáeinum vikum eftir að ljóstrað var upp um meinta mútuþægni ráðherra og áhrifamanna þar í landi í Samherjamálinu.

Fastlega er búist við því að bæði forsetinn og ríkisstjórnin haldi velli en ekki er búist við endanlegum niðurstöðum fyrr en á föstudag.

Tveir svokallaðra hákarla, þar á meðal fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, voru handteknir í morgun í tengslum við ásakanir um mútuþægni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×