Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2019 14:44 Félagarnir Diðrik Örn Gunnarson og Þórmundur Bergsson hjá Mediacom voru að landa samningi við Netflix. Þeir munu stjórna auglýsingakaupum stórfyrirtækisins á Íslandi. fbl/sigtryggur Ari MediaCom var að skrifa undir samning við Netflix um að taka að sér öll verkefni fyrir stórfyrirtækið á íslenskri grund. „Við erum þeirra birtingastofa á Íslandi – munum til dæmis kaupa auglýsingar frá þeim í fjölmiðlum,“ segir Þórmundur Bergsson hjá MediaCom í samtali við Vísi. Hann segir að ýmislegt sé í deiglunni varðandi það samstarf sem á eftir að koma betur í ljós. „Við byrjuðum að vinna með þeim í sumar. Vorum í verkefnum er tengdust meðal annars stórum fundi hér á landi og sömuleiðis upptökum á efni. MediaCom hefur, í samvinnu við systurfélag sitt, Cohn&Wolfe Íslandi, meðal annars aflað upplýsinga um Ísland og íslenskt daglegt líf fyrir Netflix sem nýtist þeim til að bæta þjónustuna gagnvart íslenskum notendum,“ segir Þórmundur. Að auki munu falla til ýmis önnur fjölbreytt verkefni eins og yfirlestur á handritum og fleira sem tengist veru og áhuga Netflix á Íslandi. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum að Netflix hefur látið mikið að sér kveða á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði. Upptökur á þáttaröðum hafa farið hér fram sem og samningur við Baltasar Kormák um nýja seríu. Þá vöktu tökur á vegum Netflix á Húsavík athygli, svo dæmi séu nefnd. Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. 9. október 2019 08:47 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
MediaCom var að skrifa undir samning við Netflix um að taka að sér öll verkefni fyrir stórfyrirtækið á íslenskri grund. „Við erum þeirra birtingastofa á Íslandi – munum til dæmis kaupa auglýsingar frá þeim í fjölmiðlum,“ segir Þórmundur Bergsson hjá MediaCom í samtali við Vísi. Hann segir að ýmislegt sé í deiglunni varðandi það samstarf sem á eftir að koma betur í ljós. „Við byrjuðum að vinna með þeim í sumar. Vorum í verkefnum er tengdust meðal annars stórum fundi hér á landi og sömuleiðis upptökum á efni. MediaCom hefur, í samvinnu við systurfélag sitt, Cohn&Wolfe Íslandi, meðal annars aflað upplýsinga um Ísland og íslenskt daglegt líf fyrir Netflix sem nýtist þeim til að bæta þjónustuna gagnvart íslenskum notendum,“ segir Þórmundur. Að auki munu falla til ýmis önnur fjölbreytt verkefni eins og yfirlestur á handritum og fleira sem tengist veru og áhuga Netflix á Íslandi. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum að Netflix hefur látið mikið að sér kveða á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði. Upptökur á þáttaröðum hafa farið hér fram sem og samningur við Baltasar Kormák um nýja seríu. Þá vöktu tökur á vegum Netflix á Húsavík athygli, svo dæmi séu nefnd.
Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. 9. október 2019 08:47 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. 9. október 2019 08:47
Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45
Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56
Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08