Leikarinn David Schwimmer fór með hlutverk Ross Geller í þáttunum og var hann einn vinsælasti karakterinn í þessum vinsælu gamanþáttum.
Á YouTube-síðunni Friends MemesPh er búið að taka saman um 14 mínútna langt myndband þar sem farið er yfir mistök Schwimmer við tökur á þáttunum yfir þessi tíu ár þegar Friends voru í framleiðslu. Ross var eldri bróðir Monicu Geller og oft á tíðum mjög skrautlegur karakter.
Útkoman heldur betur góð eins og sjá má hér að neðan.