Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Karl Lúðvíksson skrifar 26. nóvember 2019 09:05 Hóflega veitt Mynd: KL Í dag er síðasti dagurinn í löngu helgunum á þessu rjúpnaveiðitímabili en síðustu dagarnir eru á föstudaginn og á laugardaginn næsta. Það er ekki annað að heyra frá rjúpnaskyttum að veiðin hafi verið ágæt og flestir þeir sem rætt hefur verið við eftir helgina eru komnir með það sem þeir þurfa í jólamatinn og hafa að sinni lagt byssurnar á hilluna þetta tímabilið. Mönnum gengur að vísu eins og alltaf misvel en það voru nokkrir sem náðu því sem þeir þurfa strax á fyrstu dögunum en aðrir hafa þurft að ganga oftar. Það er engin leið að segja hversu marga daga hver og einn gengur til að ná í jólamatinn enda misjafnt hvað margar rjúpur þarf til að metta í jólaboðunum. Það virðist þó vera algengt að 15-20 rjúpur sé það sem flestir eru að miða við og þegar þeim fjölda er náð er veiðum hætt. Undirritaður hefur samtals gengið 6 daga til rjúpna á þessu tímabili. Þrjá dagana hefur nokkrum rjúpum verið náð en hina þrjá sást ekki fjöður. Það er þó að detta í að jólamaturinn sé kominn og það stefnir í góða göngu á föstudaginn. Samtals hafa verið gengin 97.573 skref samkvæmt skrefmæli, náttúru landsins verið notið, gengið í góðum félagsskap og bráðin sem einkennir stóran hluta af mínu jólahaldi komin í hús. Skotveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði
Í dag er síðasti dagurinn í löngu helgunum á þessu rjúpnaveiðitímabili en síðustu dagarnir eru á föstudaginn og á laugardaginn næsta. Það er ekki annað að heyra frá rjúpnaskyttum að veiðin hafi verið ágæt og flestir þeir sem rætt hefur verið við eftir helgina eru komnir með það sem þeir þurfa í jólamatinn og hafa að sinni lagt byssurnar á hilluna þetta tímabilið. Mönnum gengur að vísu eins og alltaf misvel en það voru nokkrir sem náðu því sem þeir þurfa strax á fyrstu dögunum en aðrir hafa þurft að ganga oftar. Það er engin leið að segja hversu marga daga hver og einn gengur til að ná í jólamatinn enda misjafnt hvað margar rjúpur þarf til að metta í jólaboðunum. Það virðist þó vera algengt að 15-20 rjúpur sé það sem flestir eru að miða við og þegar þeim fjölda er náð er veiðum hætt. Undirritaður hefur samtals gengið 6 daga til rjúpna á þessu tímabili. Þrjá dagana hefur nokkrum rjúpum verið náð en hina þrjá sást ekki fjöður. Það er þó að detta í að jólamaturinn sé kominn og það stefnir í góða göngu á föstudaginn. Samtals hafa verið gengin 97.573 skref samkvæmt skrefmæli, náttúru landsins verið notið, gengið í góðum félagsskap og bráðin sem einkennir stóran hluta af mínu jólahaldi komin í hús.
Skotveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði