Stórt flutningaskip sem var að flytja fé á fæti, rúmlega 14 þúsund kindur í það heila, fór á hliðina undan ströndum Rúmeníu í gær.
Allir úr 22 manna sýrlenskri áhöfn björguðust en óttast er að stór hluti kindanna hafi drepist.
Um þrjátíu þeirra fundust svamlandi í grennd við flakið af skipinu sem nú marrar í hálfu kafi og í dag á að freista þess að reyna að komast um borð í skipið og athuga með féð.
Skipið var nýlagt úr höfn í Rúmeníu þegar það valt, en það var á leið til Sádí-Arabíu með féð. Ekki liggur fyrir um ástæður þess að skipið fór á hliðina.
Skipið var smíðað árið 1980 og er 85 metrar að lengd.
Skip með 14 þúsund kindur fór á hliðina
Atli Ísleifsson skrifar
