Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:28 Írakskir mótmælendur kveikja elda úti á götum. getty/Murtadha Sudani Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við. Írak Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við.
Írak Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira