Apple hætti skyndilega við frumsýningu nýrrar myndar vegna „áhyggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Samuel L. Jackson er í aðalhlutverki. AP/Apple TV+ Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni. Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni.
Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp