Glæsilegt tveggja daga barnaþing sett í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2019 20:00 Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar
Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira