Icelandair setur stefnuna á enn meiri sjálfvirkni Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 08:56 Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan. Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan.
Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00