Felur stjórn RÚV að stofna dótturfélag fyrir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. nóvember 2019 18:57 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur falið stjórn RÚV að hrinda í framkvæmd stofnun dótturfélags fyrir aðra starfsemi RÚV en fjölmiðlun í almannaþágu. Stjórnin hefur til áramóta til þess að stofna dótturfélag eða félög utan um samkeppnisrekstur RÚV. Meðal niðurstaða í heildstæðri úttekt Ríkisendurskoðunar á RÚV var það að RÚV hafi brotið lög með því að hafa ekki stofnað dótturfélag um aðra starfsemi en fjölmiðlun í almmannaþágu. Má þar nefna auglýsingasölu, kostun og útleigu á myndveri RÚV, svo dæmi séu tekin. Í úttektinni kemur einnig fram að miðað við samtöl starfsmanna Ríkisendurskoðunar við fulltrúa RÚV og Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafi stofnum dótturfélags eða félaga verið talin óþörf, aðskilnaður í bókhaldi væri nægjanlegur. Benti Ríkisendurskoðandi á móti að ekki væri valkvætt að fara að lögum, það væri skylda RÚV að fara eftir þeim og stofna dótturfélag eða félög utan um annan rekstur en fjölmiðlun í almannaþágu. Og það er það sem mun gerast ef marka má orð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var spurð að því hvernig hún myndi bregðast við úttektinni. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að setja dótturfélagið á laggirnar og hér kemur staðfesting á því. Ég fagna þessari niðurstöðu og ég hef þegar verið í sambandi við stjórn RÚV sem mun núna hrinda þessu í framkvæmd fyrir áramót,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur falið stjórn RÚV að hrinda í framkvæmd stofnun dótturfélags fyrir aðra starfsemi RÚV en fjölmiðlun í almannaþágu. Stjórnin hefur til áramóta til þess að stofna dótturfélag eða félög utan um samkeppnisrekstur RÚV. Meðal niðurstaða í heildstæðri úttekt Ríkisendurskoðunar á RÚV var það að RÚV hafi brotið lög með því að hafa ekki stofnað dótturfélag um aðra starfsemi en fjölmiðlun í almmannaþágu. Má þar nefna auglýsingasölu, kostun og útleigu á myndveri RÚV, svo dæmi séu tekin. Í úttektinni kemur einnig fram að miðað við samtöl starfsmanna Ríkisendurskoðunar við fulltrúa RÚV og Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafi stofnum dótturfélags eða félaga verið talin óþörf, aðskilnaður í bókhaldi væri nægjanlegur. Benti Ríkisendurskoðandi á móti að ekki væri valkvætt að fara að lögum, það væri skylda RÚV að fara eftir þeim og stofna dótturfélag eða félög utan um annan rekstur en fjölmiðlun í almannaþágu. Og það er það sem mun gerast ef marka má orð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var spurð að því hvernig hún myndi bregðast við úttektinni. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að setja dótturfélagið á laggirnar og hér kemur staðfesting á því. Ég fagna þessari niðurstöðu og ég hef þegar verið í sambandi við stjórn RÚV sem mun núna hrinda þessu í framkvæmd fyrir áramót,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51