Haukur Camillus Benediktsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.
Haukur kom fyrst til starfa í Seðlabankanum árið 2001 og var til ársins 2006 en var ráðinn aftur til bankans í janúar 2009. Hann sinnti starfi framkvæmdastjóra Eignasafns Seðlabanka Íslands frá janúar 2013 allt þar til félagið var lagt niður í febrúar 2019.
Haukur hefur jafnframt sinnt ýmsum stjórnarstörfum í tengslum við vinnu sína, auk þess að sinna kennslu við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Haukur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics.
Haukur yfir fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
