List og tjáning Ari Orrason skrifar 20. nóvember 2019 07:30 Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun