Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 20:15 Séð yfir Vík í Mýrdal. Reynisfjallsgöng þýða að hringvegurinn færist suður fyrir byggðina. Stöð 2/Einar Árnason. Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29