Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 19:24 Bæjarmeirihlutinn á Seltjarnarnesi hefur beðist afsökunar vegna óánægju með námsmat í grunnskóla bæjarins. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira