Arsenal snéri leiknum á tíu mínútum og vann fyrsta sigurinn í rúman mánuð Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2019 21:45 Pepe var í stuði í kvöld. Mark og stoðsending. vísir/getty Arsenal vann lífsnauðsynlegan sigur er liðið hafði betur gegn West Ham í nágrannaslag en lokatölur urðu 3-1 eftir að Skytturnar voru 1-0 undir í hálfleik. Arsenal hafði fyrir leikinn í kvöld ekki unnið leik síðan 26. október og Freddie Ljungberg var að stýra sínum þriðja leik eftir að Unai Emery fékk sparkið fyrir hálfum mánuði. Það byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því á 38. mínútu komust heimamenn yfir. Fyrirgjöf rataði beint á öxlina á Angelo Ogbanna sem axlaði boltann í netið en varnarleikur og dekkning Arsenal ekki upp á marga fiska. Arsenal have now played 27 away games in the Premier League since the start of last season. They have only kept two clean sheets. pic.twitter.com/xjHCreIvIS— Squawka Football (@Squawka) December 9, 2019 Í síðari hálfleik var allt annað að sjá Arsenal og þá sér í lagi eftir jöfnunarmarkið frá hinum átján ára gamla Gabriel Martinelli sem var að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Markið kom á 60. mínútu. Sex mínútum síðar komst Arsenal yfir með glæsimarki Nicolas Pepe og endurkoman var svo fullkomnu á 69. mínútu er Pepe lagði upp mark fyrir Pierre-Emerick Aubameyang.43 - Since his Premier League debut in February 2016, Pierre-Emerick Aubameyang has scored 43 goals in the competition, a joint-high along with Jamie Vardy. Marksman. pic.twitter.com/Euhk0FX89b— OptaJoe (@OptaJoe) December 9, 2019 Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-1. Arsenal er því með 22 stig í 9. sæti deildarinnar en West Ham er í 16. sætinu, stigi frá fallsæti.Full time. A big three points for the Gunners. West Ham 1-3 Arsenal Reaction https://t.co/Lt97gsydAi#bbcfootball#WHUARSpic.twitter.com/p4SF58MXgz— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2019 Enski boltinn
Arsenal vann lífsnauðsynlegan sigur er liðið hafði betur gegn West Ham í nágrannaslag en lokatölur urðu 3-1 eftir að Skytturnar voru 1-0 undir í hálfleik. Arsenal hafði fyrir leikinn í kvöld ekki unnið leik síðan 26. október og Freddie Ljungberg var að stýra sínum þriðja leik eftir að Unai Emery fékk sparkið fyrir hálfum mánuði. Það byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því á 38. mínútu komust heimamenn yfir. Fyrirgjöf rataði beint á öxlina á Angelo Ogbanna sem axlaði boltann í netið en varnarleikur og dekkning Arsenal ekki upp á marga fiska. Arsenal have now played 27 away games in the Premier League since the start of last season. They have only kept two clean sheets. pic.twitter.com/xjHCreIvIS— Squawka Football (@Squawka) December 9, 2019 Í síðari hálfleik var allt annað að sjá Arsenal og þá sér í lagi eftir jöfnunarmarkið frá hinum átján ára gamla Gabriel Martinelli sem var að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Markið kom á 60. mínútu. Sex mínútum síðar komst Arsenal yfir með glæsimarki Nicolas Pepe og endurkoman var svo fullkomnu á 69. mínútu er Pepe lagði upp mark fyrir Pierre-Emerick Aubameyang.43 - Since his Premier League debut in February 2016, Pierre-Emerick Aubameyang has scored 43 goals in the competition, a joint-high along with Jamie Vardy. Marksman. pic.twitter.com/Euhk0FX89b— OptaJoe (@OptaJoe) December 9, 2019 Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-1. Arsenal er því með 22 stig í 9. sæti deildarinnar en West Ham er í 16. sætinu, stigi frá fallsæti.Full time. A big three points for the Gunners. West Ham 1-3 Arsenal Reaction https://t.co/Lt97gsydAi#bbcfootball#WHUARSpic.twitter.com/p4SF58MXgz— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2019