Enski boltinn

Sol­skjær leið­rétti blaða­mann: „Á þremur dögum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var létt yfir Norðmanninum eftir leik á laugardaginn.
Það var létt yfir Norðmanninum eftir leik á laugardaginn. vísir/getty

Síðasta vika var heldur betur góð fyrir Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, en mikil pressa var komin á Norðmanninn eftir magurt gengi að undanförnu.

Á miðvikudagskvöldið hafði United betur gegn Tottenham á heimavelli og á laugardagskvöldið ferðuðust þeir yfir á Etihad-leikvanginn og höfðu betur gegn grönnunum í City, 2-1.

Á blaðamannafundi eftir leikinn var Norðmaðurinn spurður hvað það hefði þýtt fyrir hann persónulega að hafa betur gegn Jose Mourinho og Pep Guardiola á fimm dögum.

Solskjær var fljótur til og svaraði: „Á þremur dögum,“ sagði Solskjær og brosti.







Hann hélt svo áfram og sagði að United hafi fengið minni tíma en liðið tvö til þess að undirbúa sig fyrir leikinn og hrósaði hann sínum mönnum fyrir þá vinnu sem þeir lögðu í leikinn.

United er í 5. sæti deildarinnar eftir leikinn en þeir eru fimm stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu. Þeir mæta Everton um komandi helgi.


Tengdar fréttir

„Leikmennirnir elska Solskjær“

Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, segir að leikmenn félagsins séu ánægðir með Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, og vonast til að hann verði lengi í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×