Enski boltinn

E­ver­ton rann­sakar hómó­fóbíska söngva í sigrinum á Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik helgarinnar.
Úr leik helgarinnar. vísir/getty
Everton er að rannsaka hómófóbíska söngva  sem heyrðust á Goodison Park um helgina í sigri liðsins á Chelsea.

Duncan Ferguson stýrði Everton tli sigurs í leiknum en hann er tekinn tímabundið við Gylfa Sigurðssyni og félögum eftir að Marco Silva fékk sparkið.

Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þeir greina frá því að þeir séu í sambandi við lögregluna og jafnréttishópinn Kick It Out til þess að finna sökudólganna.







„Hómófóbía er ekki í boði á okkar leikvangi, á okkar félagi, í okkar samfélagi eða í okkar leik,“ segir í yfirlýsingu Everton.

Talið er að söngvarnir hafi beinst að stuðningsmönnum Chelsea en þetta kemur einungis viku eftir að stuðningsmenn West Ham gerðust sekir um það sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×