Jólatónleikar X977 fóru fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudag. Tónleikarnir voru sýndir í beinni útsendingu hér á Vísi. Fram komu The Vintage Caravan, DIMMA, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti, Blóðmör, Hipsumhaps og Rock Paper Sisters. Miðaverðið var 2977 krónur og rann allur ágóði tónleikanna til Frú Ragnheiðar - skaðaminnkunarúrræðis á vegum Rauða krossins.



Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá fleiri myndir frá þessum viðburði en upptökur af atriðum kvöldsins má finna HÉR á Vísi.