Enski boltinn

„Raun­veru­leikinn er kannski að við erum ekki til­búnir að keppa við þau núna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann og lærisveinar hans séu á stað í dag þar sem þeir eru að öllum líkindum ekki á stað þar sem þeir geta keppt við stærstu lið heims.

City tapaði 2-1 gegn grönnunum í United á laugardagskvöldið og er þar af leiðandi fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool.

„United er með gæði til þess að verjast og gæðin til að sækja hratt í skyndisóknum og þú verður að virða það,“ sagði Guardiola eftir tapið um helgina.

„Þetta eru gæðin sem við mætum þegar við spilum við lið eins og Liverpool, United, Barcelona, Madrid og Juventus. Þetta eru liðin sem við þurfum að mæta og raunveruleikinn er kannski að við erum ekki tilbúnir að keppa við þau núna.“







„Við þurfum að bæta okkur, sætta okkur við þetta og halda áfram. Kannski þurfum við sem félag að samþykkja það að við þurfum að bæta okkur, að sætta okkur við raunveruleikann.“

„Við erum fjórtán stigum á eftir þeim útaf mistökum sem við höfum gert. Við getum ekki stýrt gæðum mótherja okkar. Við erum í byrjum desember og við erum í öðrum keppnum sem við þurfum einnig að berjast í og bæta okkur í,“ sagði Spánverjinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×