Tommi boðar heimsyfirráð eða dauða Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 13:18 Tommi er umfjöllunarefni CultureTrip. Skjáskot/CultureTrip Tómas Andrés Tómasson kenndur við Hamborgarabúlluna er umfjöllunarefni greinarinnar „Maðurinn sem kom hamborgaranum til Íslands“ (e. The Man Who Brought the Burger to Iceland), sem birtist á vefnum the Culture Trip. Tómas segir í viðtalinu að yfir 70% Íslendinga viti hver hann er eða hafi af honum heyrt. Þá er farið yfir sögu Tómasar og hvernig hann byggði upp hamborgaramenningu Íslands og kom af stað keðju hamborgarastaða, Hamborgarabúllu Tómasar sem í dag er að finna í sex löndum í Evrópu. „Þegar þú byrjar á verkefni, stendur þú frammi fyrir tveimur möguleikum: Annað hvort klárar þú verkefnið eða hættir. Ég hætti aldrei,“ segir Tommi og bendir CultureTrip á íslensk máltæki. „Á Íslandi er sagt: Heimsyfirráð eða dauði. Hvað gerir maður þá? Maður sigrar heiminn,“ segir Tommi. Viðtalinu við Tómas fylgir myndband, titlað „Hittið manninn sem sparkaði McDonalds frá Íslandi,“ (e. Meet the man who kicked McDonalds out of Iceland). Í myndbandinu er Tomma fylgt eftir og segir hann sögu sína á milli þess sem rætt er við vini og kunningja hans. Eins og komið hefur fram hefur Tommi haldið sér í góðu formi og stundar reglulega líkamsrækt, kominn á áttræðisaldur. Tomma er fylgt eftir í líkamsræktarstöð World Class í Laugardal og í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði. Þá sést Tommi gæða sér á Búlluborgara á miðjum þjóðveginum með snævi þakin fjöll í bakgrunni. Meet the man who kicked McDonalds out of Iceland from Adu Lalouschek on Vimeo. Veitingastaðir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Tómas Andrés Tómasson kenndur við Hamborgarabúlluna er umfjöllunarefni greinarinnar „Maðurinn sem kom hamborgaranum til Íslands“ (e. The Man Who Brought the Burger to Iceland), sem birtist á vefnum the Culture Trip. Tómas segir í viðtalinu að yfir 70% Íslendinga viti hver hann er eða hafi af honum heyrt. Þá er farið yfir sögu Tómasar og hvernig hann byggði upp hamborgaramenningu Íslands og kom af stað keðju hamborgarastaða, Hamborgarabúllu Tómasar sem í dag er að finna í sex löndum í Evrópu. „Þegar þú byrjar á verkefni, stendur þú frammi fyrir tveimur möguleikum: Annað hvort klárar þú verkefnið eða hættir. Ég hætti aldrei,“ segir Tommi og bendir CultureTrip á íslensk máltæki. „Á Íslandi er sagt: Heimsyfirráð eða dauði. Hvað gerir maður þá? Maður sigrar heiminn,“ segir Tommi. Viðtalinu við Tómas fylgir myndband, titlað „Hittið manninn sem sparkaði McDonalds frá Íslandi,“ (e. Meet the man who kicked McDonalds out of Iceland). Í myndbandinu er Tomma fylgt eftir og segir hann sögu sína á milli þess sem rætt er við vini og kunningja hans. Eins og komið hefur fram hefur Tommi haldið sér í góðu formi og stundar reglulega líkamsrækt, kominn á áttræðisaldur. Tomma er fylgt eftir í líkamsræktarstöð World Class í Laugardal og í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði. Þá sést Tommi gæða sér á Búlluborgara á miðjum þjóðveginum með snævi þakin fjöll í bakgrunni. Meet the man who kicked McDonalds out of Iceland from Adu Lalouschek on Vimeo.
Veitingastaðir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira