Féll fyrir Íslandi á þriðja degi brúðkaupsferðarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 07:00 Á þriðja degi var ég orðin ástfangin af Íslandi segir kírópraktorinn Jeannie Riley. Vísir/Vilhelm „Það hefur verið algjör draumur að búa hér“ segir Jeannie Riley. Hún seldi aleiguna í ágúst árið 2015 og flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum með nokkrar ferðatöskur með sér. Nú aðstoðar Jeannie ferðamenn við að skipuleggja Íslandsferðir sínar og gefur þeim góð ráð um fallega staði, hverju skuli pakka og hvernig hægt sé að vera öruggari á ferðalagi um landið. Í hverjum mánuði fær Jeannie nú í kringum hundrað þúsund heimsóknir á síðuna sína, Iceland With a View. Samhliða þessu starfar hún sem kírópraktor og eyðir svo öllum sínum frítíma í að skoða Ísland með eiginmanninum. „Þetta byrjaði árið 2014, við vorum nýgift og vorum að ákveða hvert við vildum fara í brúðkaupsferð. Maðurinn minn stakk upp á Íslandi og ég bókstaflega spurði hann hvað væri eiginlega á Íslandi, því ég vissi það ekki.“ Bobby sýndi Jeannie myndir frá Íslandi og þá var það ákveðið, hún var alveg heilluð. Fossarnir fönguðu sérstaklega athygli hennar á þessum myndum og á Instagram síðu Jeannie í dag má sjá að þeir eru ennþá í uppáhaldi hjá henni. „Við komum hingað í fyrsta skipti árið 2014. Ég vissi ekki hverju ég ætti að búast við í þessari brúðkaupsferð. Á þriðja degi var ég orðin ástfangin af Íslandi, öllu. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja þar sem svo margir segja þetta í dag en á þessum tíma var ekki svona mikið af ferðamönnum hérna. Það var ekki orðið svona vinsælt að ferðast til Íslands.“ View this post on Instagram On this day in 2015, we moved to Iceland. The first thing we did was go to the Of Monsters and Men concert at Harpa that we bought tickets for months before we knew we would be cleared to move. The second thing we did was hike Glymur (one of the stops that we didn't have time to do on our honeymoon). The third thing we did was travel to the Westman Islands for a day of hiking as we celebrated our anniversary.There were so many unknown things about selling everything we owned and moving abroad that scared the shit out of me, and made me doubt our life changing move. But I'm so glad we trusted our gut and took the leap. Now, I can't imagine our life without Iceland in it. It's safe to say we haven't lost our adventurous spirits, and safer to say that our love for Iceland is stronger than ever. So grateful to call this place home - takk Ísland, elskan mín. #icelandwithaview A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Aug 21, 2019 at 1:19pm PDT Allir sögðu nei Í lok brúðkaupsferðarinnar voru hjónin stödd á Húsavík og það var þá sem þau ákváðu saman að flytja til Íslands. „Ferðin hafði svo mikil áhrif á okkur. Við fórum heim og byrjuðum strax að hafa samband við mögulega atvinnuveitendur á Íslandi. Það er frekar erfitt fyrir Bandaríkjamenn að flytja til Íslands. Við erum bæði kírópraktorar og höfðum samband við alla kírópraktorana á Íslandi sem voru aðeins átta á þessum tíma. Einn á Höfn, einn á Akureyri og nokkrir í Reykjavík. Við sendum þeim öllum tölvupóst “ Jeannie segir að þetta hafi verið ákveðinn skellur og þau ákváðu að gefast ekki svo auðveldlega upp. Þau sendu því fleiri tölvupósta og að lokum skilaði það árangri. „Við sendum við einum kírópraktor aftur og hann sagði „Allt í lagi ég skal tala við ykkur.“ Til að gera langa sögu stutta þá gátum við flutt til Íslands af því að við erum kírópraktorar, ekki bara af því að við elskuðum landið og vildum flytja hingað.“ Þau ákváðu að selja heimilið sitt, bílana og meirihlutann af búslóð sinni. Það sem eftir stóð komst fyrir í nokkrum ferðatöskum. „Við bjuggum í Texas á þessum tíma. Ég er frá Wisconsin og við fluttum til Texas vegna starfs en við vissum að við vildum ekki vera þarna í langan tíma. Það virtist rökrétt að selja allt saman, við seldum húsið, bílana okkar, húsgögnin, bara allt. Við tókum sex ferðatöskur með okkur til Íslands, bara það sem við þurftum.“ Örlögin leiddu þau saman í Nýja Sjálandi Jeannie og eiginmaður hennar eiga sér ævintýralega sögu og hafa skoðað allan heiminn saman. Þau kynntust fyrir nokkrum árum í örlagaríkri ferð á Nýja Sjálandi. Þau bjuggu í sömu borg í Bandaríkjunum á þessum tíma og voru nemendur við sama háskólann en kynntust samt ekki fyrr en í þessari skólaferð til Nýja Sjálands. Þegar þau hittust þar höfðu þau aldrei áður talað saman. „Þetta var einn mánuður í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Fiji. Við ferðuðumst og gerðum stórkostlega hluti eins og að fara í fallhlífarstökk, teygjustökk og að synda með höfrungum. Við urðum mjög góðir vinir í þessari ferð og eyddum miklum tíma.“ Jeannie viðurkennir að þeim hafi greinilega bara verið ætlað að ná saman og örlögin hafi gripið í taumana. Hjónin fluttu til Íslands þann 21. ágúst árið 2015, árið eftir að þau komu hingað í brúðkaupsferðina. Það fyrsta sem þau gerðu var að fara á Of Monsters And Men tónleika í Hörpu, fara í gönguferð upp að Glym og svo héldu þau upp á brúðkaupsafmælið sitt í Vestmannaeyjum. „Þegar ég horfi til baka sé ég að þetta er besta ákvörðun sem við höfum tekið. En þetta var samt ógnvekjandi. Við erum bæði vön að ferðast mikið svo ég hafði ekki áhyggjur af því að dvelja á nýjum stað en ég hafði áhyggjur af því að fara frá fjölskyldu og vinum. Einnig af því að vinna þar sem talað er annað tungumál og auðvitað óttinn við það að verða einmana.“ View this post on Instagram A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Oct 31, 2019 at 12:30pm PDT Leit á áreksturinn sem tákn Þau leigðu íbúð með húsgögnum til að byrja með, á meðan þau komu sér fyrir hér á landi. Þau búa nú í Grafarholti en Jeannie starfar sem kírópraktor hér á landi, hjónin byrjuðu að vinna hjá Kírópraktorastofu Íslands en starfa hjá Kírópraktorastöð Reykjavíkur í dag. Jeannie er að opna nýja kírópraktorastöð á næstunni sem verður þó undir Kírópraktorastöð Reykjavíkur og í sama húsnæði. „Vinnan er mér mjög mikilvæg og er auk þess ástæða þess að ég get búið hér. Ég er því að opna þessa stofu fyrir störf mín utan Iceland With a View. Ég sérhæfi mig í börnum svo þetta er mjög spennandi, þetta verður fyrsta kírópraktorastöðin á Íslandi sem sérhæfir sig í börnum“ Jeannie lærði í átta ár til að verða kírópraktor og sér ekki eftir því að hafa valið þessa leið í lífinu. Sjálf kynntist hún þessu starfi fyrst eftir að hún lenti sjálf í árekstri. Hún lítur á þennan árekstur sem hluta af sínum örlögum, því þetta stýrði henni í ákveðna átt. „Það var keyrt aftan á mig og ég fékk högg á hnakkann. Ég fann mikið til og vissi þá ekki hvað kírópraktor væri.“ Eftir að Jeannie fór til kírópraktors og sá sjálf hvað það hjálpaði mikið með verkina, ákvað hún að velja sér þennan starfsferil. Síðar ákvað hún að sérhæfa sig í börnum. Verkir geta haft áhrif á brjóstagjöf „Í fullkomnum heimi myndi ég hitta börnin áður en vandamálin koma upp og þá gæti ég vitað að þau séu alltaf heilbrigð í stað þess að fá þau til mín þegar þau þurfa mína aðstoð, því það er erfiðara bæði fyrir barnið og foreldrana.“ Ástæðurnar fyrir því að farið er með börn til kírópraktors geta verið mjög misjafnar. Yngstu skjólstæðingar Jeannie eru stundum nýfædd ungbörn og hún hittir börn upp í átta til tíu ára. „Oft þegar ég hitti börn í fyrsta skipti er það af því að þau eru alltaf að pissa undir, eða pissa reglulega í sig í skólanum eða eitthvað álíka. Ítrekuð eyrnabólga er líka algeng ástæða fyrir komu þeirra, ungbarnakveisa líka og stöðugur grátur ungbarna. Einnig ef þau vilja bara drekka úr öðru brjóstinu hjá móður sinni, þá er það oft út af verk í hálsinum en ekki út af einhverju vandamáli hjá móðurinni.“ Jeannie hefur líka verið að sinna ófrískum konum og mæðrum eftir fæðingu. „Það er svo mikilvægt að hugsa um mömmuna líka því hún var að fæða barn og þarf því hjálp líka.“ Hún sér stofuna fyrir sér sem leikvöll fyrir börn þar sem einnig eru borð þar sem kírópraktor getur sinnt þeim, í umhverfi þar sem þeim líður vel. Jeannie er þakklát fyrir að starfa sem kírópraktor. Starfið sé gefandi og það sé einnig ástæða þess að hún getur búið á Íslandi.Vísir/Vilhelm Á Land Rover á hálendinu Hjónin eru mjög ævintýragjörn og eru dugleg að skoða heiminn. Þau hafa bæði heimsótt yfir fimmtíu lönd hvort. „Við elskum að ferðast og heimsækja nýja staði. Nýja Sjáland er í öðru sæti yfir uppáhalds staðina mína því það eru mörg líkindi með Íslandi eins og í landslaginu, fjöllin og jöklarnir. Það er ótrúlega erfitt að útskýra það en mér líður meira eins og heima hjá mér á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar. Það er eitthvað við landið, það er alveg eins með þetta og með sanna ást, þú bara veist það.“ Jeannie reynir að ferðast um landir eða fara í gönguferðir og fjallgöngur allar helgar. „Ég vil vera úti í náttúrunni og ef ég get skoðað eitthvað fyrir lesendur mína þá er það frábært. Ég sel upplýsingar þar sem ég er með vefbækur og námskeið á netinu til þess að gefa fólki tækifæri til þess að læra um Ísland. Ég næ að halda öllu uppfærðu af því að ég er alltaf að ferðast á þessa staði.“ Þau hafa mjög gaman af því að skoða hálendið og keyptu sér Land Rover Defender jeppa til þess að geta ferðast á þá staði. Gæti hugsað sér að festast á Djúpavogi „Mér finnst skemmtilegt að fara á nýja staði en mér finnst líka gaman að fara aftur á staði sem ég hef heimsótt áður.“ Hún segir að staðirnir séu oft allt öðruvísi en síðast vegna árstíma eða veðurs þann daginn. „Uppáhalds staðurinn minn eru Vestfirðirnir og mér finnst Austfirðirnir líka æðislegir.“ Ef hún þyrfti að vera föst á einum stað í heilan mánuð þá myndi hún velja Djúpavog. Tenging Jeannie við Ísland er mjög sterk og verður bara meiri með hverju árinu sem hún er búsett hér. Hún elskar íslenskan lakkrís en mest af öllu elskar hún íslensku náttúruna. „Að hafa fallegustu náttúru í heimi fyrir utan gluggann hjá mér er mjög mikilvægt. Húsið sem við búum í núna snýr að Esjunni svo ég fæ að sjá sjóinn og fjallið alla daga. Um helgar ferðumst við um landið svo ég á alltaf auðvelt með að komast út í náttúruna.“ Jeannie er líka mjög hrifin af menningunni hér á landi, hraðinn sé ekki jafn mikill og í Bandaríkjunum. „Svo er hér betra fæðingarorlof, lífsgæðin og tempóið á öllu er mun meira heillandi hér á landi.“ View this post on Instagram A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Oct 6, 2019 at 12:50pm PDT Lesendum fjölgar stöðugt Hún segist aldrei hafa séð eftir því að hafa flutt hingað, þó að það sé dýrara að búa hér. „Planið er að búa hérna svo lengi sem þið leyfið mér það,“ segir Jeannie og hlær. „Það hefur verið algjör draumur að búa hér því að ég get deilt ást minni á landinu með öðrum sem langar að ferðast hingað. Þegar ég byrjaði með vefsíðuna mína var þetta bara eiginlega eins og dagbók. Til að segja mömmu hvað við vorum að gera eins og að ég væri í íslenskukennslu eða hefði verið að skoða fallegan foss.“ Fólk byrjaði að finna síðuna hennar Jeannie, Iceland With a View í gegnum leitarvélar og sendi svo skilaboð á hana í kjölfarið og bað um góð ráð. „Þetta er svo skemmtilegt fyrir mig því þetta er leið til þess að sýna hvernig við búum hérna.“ Síðan stækkaði jafnt og þétt og varð svo að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn og Youtube myndböndin hennar eru einnig að vekja athygli. „Samfélagsmiðlarnir mínir eru alltaf að stækka en það eru um hundrað þúsund heimsóknir á síðuna mína í hverjum mánuði svo þetta gengur vel. Þetta er brjálað.“ Mikilvægt að vernda náttúruna Ferðamenn eru byrjaðir að óska eftir því að hitta Jeannie í eigin persónu og íhugar hún nú að halda upplýsingafundi þar sem ferðamenn sem eru staddir hér geta hitt aðra í sömu stöðu og fengið hjá henni góð ráð og svör við einhverjum spurningum í leiðinni. „Ég elska Ísland en það sem ég er að segja ferðamönnum er hvernig þau geta verið örugg á Íslandi, hvernig þau eigi að forðast að skemma náttúruna. Ég er ekki að tala mikið um mitt líf núna heldur meira um það hvernig þau eigi að hegða sér hérna, ég vill að allt haldist áfram fallegt og óspillt. Mitt helsta markmið er að segja fólki að bera virðingu fyrir landinu.“ Hún segir að allir geti staðið sig betur þegar kemur að því að vernda náttúruna hér á landi, bæði heimamenn og ferðamenn, hún sjálf sé þar ekki undanskilin. „Ég er alltaf að reyna að gera betur. Ef ég fer í gönguferð ráðlegg ég fólki til dæmis hvaða leið eigi að fara, hvaða stíg eigi að fylgja og læt vita ef það er búið að loka einhverjum leiðum sem eigi þá að forðast.“ Að hennar mati er þetta erfitt verkefni sem verður sífellt flóknara eftir því sem fleiri ferðast hingað. Nefnir hún sem dæmi hættuástandið sem getur myndast í Reynisfjöru þrátt fyrir skýrar merkingar um að þetta geti verið hættulegt svæði og öldurnar kröftugar og stórar. Ferðamenn hafa lent í sjónum og einnig lokað sig inni í hellinum og þannig lent í lífsháska. „Heimamenn eru að reyna að gera ýmislegt og reyna að setja mörk en hvað gerum við ef ferðamennirnir hlusta ekki? Við þurfum öll að gera okkar og hjálpast að, en það verða alltaf einstaklingar sem að sýna þessu óvirðingu og hugsa bara um sjálfan sig.“ View this post on Instagram How do you pronounce Icelandic words like Hafnarfjörður, Fjaðrárgljúfur, or Akureyri? How do you say “How much does that cost?” or “Do you speak English?” . You guys asked for a PART of “how to speak Icelandic” so here it is my friends! I’ve got you covered with all that and more in today’s new video. Featuring our favorite Icelander Jens...of course we cracked open an Einstök and had a lot of laughs - try not to make fun of my Icelandic too much #icelandwithaview A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Oct 8, 2018 at 10:13am PDT Instagram blekkjandi Jeannie segir að þeir sem brjóti reglurnar séu flestir ferðamenn en það komi auðvitað fyrir að Íslendingar geri það líka. „Ég held að Instagram gefi brenglaða mynd af því hvað megi gera, hvar megi standa og hvar megi keyra því ef ferðamenn sjá aðra gera þetta halda þeir að það sé í lagi að gera þetta líka. Við þurfum því að passa hvað við setjum á vefinn. Ég er alltaf mjög meðvituð um það sem ég er að sýna.“ Nefnir hún sem dæmi að hún setji ekki drónamyndbönd af svæðum sem ekki megi keyra á, til dæmis á hálendinu. Á hálendi Íslands eru skilti frá Vegagerðinni sem útskýra að utanvegaakstur sé bannaður og ökumenn sektaðir fyrir slíkt, það dugir samt ekki til og eru erlendir ferðamenn reglulega gripnir glóðvolgir. „Ég held að við verðum öll að setja gott fordæmi.“ Jeannie segir að auðvitað væri hægt að setja upp fleiri skilti eða merkingar en hún hefur séð það sjálf á sínum ferðalögum að fólk hunsar oft skilti og klifrar yfir reipi sem eiga að loka af ákveðin svæði eða ákveðnar leiðir. „Þetta snýst allt um að ná myndum fyrir Instagram.“ Því finnst henni mikilvægt að byrja að koma skilaboðum til fólks á meðan það er að skipuleggja ferðirnar sínar og ákveða hvert skuli fara og hvað skuli skoða á Íslandi. „Ég held að það sé engin ein auðveld lausn á þessu en við ættum samt öll að vera að vinna að þessu saman.“ Vilja festa ræturnar hér Jeannie og Bobby finna alveg að Íslendingar eru að mörgu leiti ólíkir Bandaríkjunum. Þar sem þau bjuggu áður voru allir virkilega kurteisir og mikið er um kurteisishjal. „Það er alltaf grínast með að þú getir ekki farið í kjörbúðina þína nema það taki allavega klukkustund. Allir sem þú þekkir vilja spjalla og kurteisishjalið er mjög mikið.“ Þau hafa eignast marga vini hér á landi og halda einnig góðu sambandi við fjölskyldu sína heima. „Við erum dugleg í ræktinni og höfum kynnst fólki þar. Svo eru vinnufélagar okkar yndislegir og við höfum kynnst þeirra fjölskyldum líka. Ég held að það sé alltaf örlítið erfiðara að tengjast fólki sem aðkomumanneskja en við erum mjög ánægð með þær tengingar sem við höfum gert.“ Jeannie segir að það sé þeirra markmið að festa alveg rætur á Íslandi og að eignast sín börn hér. „Ég er spennt að eignast börn hérna, fæðingarorlofið er gott og vinnumarkaðurinn styður betur við mæður. Öryggi barna er mikið hér sem er mér mikilvægt. Eins og í Bandaríkjunum þá heyrir maður stöðugt sögur af skotárásum í skólum, þetta er hræðilegt. Börnin hér ganga heim úr skólanum og í Bandaríkjunum þekkist það ekki, börn fá ekki að fara neitt ein, það er ekki öruggt og fólk óttast að eitthvað gerist eins og að einhver steli börnunum.“ View this post on Instagram A post shared by Jeannie celand Planning (@icelandwithaview) on Oct 13, 2019 at 1:27pm PDT Forvitnir ferðamenn Spurningum rignir yfir Jeannie í skilaboðum á samfélagsmiðlum sem og í tölvupósti. Hún hefur því fengið fólk til að aðstoða sig við að svara öllu spurningaflóðinu frá ferðamönnum. Sjálf ætlar hún þó áfram að sjá um að gera öll myndböndin og Bobby mun áfram taka allar myndirnar fyrir síðuna. Fyrir utan spurningar um hvert eigi að fara og hverju eigi að pakka þá spyrja ferðamenn Jeannie mikið um það hversu marga staði sé hægt að skoða á einum degi. „Þetta fer eftir árstímanum, ef þú ert að koma núna nærðu ekki að fara á mjög marga staði en ef þú kemur um hásumar og hefur kvöldsólina þá nærðu að skoða miklu meira í björtu. Hver árstíð er mismunandi vegna veðurs og birtunnar. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir fólk að skipuleggja tímann sinn. Fólk spyr líka mikið um menninguna og matinn.“ Þegar kemur að því að pakka fyrir Íslandsferðir þá ráðleggur Jeannie öllum að koma með vatns- og vindheldar buxur og jakka. „Fólk er að mæta í gallabuxum og strigaskóm við jakka sem heldur ekki vatni, þetta hentar ekki alltaf íslenskum aðstæðum. Í Bandaríkjunum er hægt að kaupa regnjakka á 20 dollara sem halda svo ekki miklu vatni. Þið þurfið ekki að kljást við þetta vandamál hér þar sem Cintamani, 66 gráður norður og öll þessi merki gera jakka sem eru hentugir í þessar aðstæður.“ „Ekki stoppa á miðjum vegi“ Dæmi um það sem Jeannie segir fólki að forðast eru Ugg stígvél sem eru þykk og loðin en halda ekki vatni og sólinn er mjög sleypur. „Þú verður bara að vera praktískur og klæða þig vel því annars viltu bara komast strax aftur inn í bílinn þinn.“ Jeannie segir að fréttir eins og um Samherjaskjölin og annað tengt Íslandi í fjölmiðlum erlendis, hafi ekki mikil áhrif á komu ferðamanna hingað. Jeannie lætur lesendur sína þó vita af í hverri viku af því sem er að gerast hér á landi, eins og til dæmis fréttir af fólki í lífsháska í Reynisfjöru. „Ég sendi út á 15.000 einstaklinga póstlista í hverri viku og ég nota slíkar fréttir sem kennsluefni. Ég er ekki að tala um fiskiskandalinn, frekar eitthvað eins og Iceland Airwaves var í síðustu viku eða stórt bílslys eða eitthvað í Reynisfjöru. Ég bendi fólki á að þetta sé að gerast af því að fólk sé ekki að fylgja fyrirmælum.“ Núna er Jeannie að vinna að myndböndum um akstur á Íslandi, þá sérstaklega öryggi þegar ekið á vegum hér að vetrarlagi. „Ég er alltaf að segja það sama aftur og aftur, „Ekki stoppa á miðjum vegi til að skoða eitthvað,“ og svo framvegis.“ Jeannie sérhæfir sig í börnum og hittir sum börn strax eftir fæðingu ef þörf er á. Vísir/Vilhelm Svona á smjör að bragðast Efst á óskalista Jeannie yfir staði á Íslandi sem hana langar sjálfa að heimsækja eru Hornstrandir en þangað hefur hún aldrei komið. Einnig eru einhverjir staðir á hálendinu sem þau hafa ekki náð að skoða. Hún segir að það sé skemmtilegra að fara á Snæfellsnesið núna en gullna hringinn þar sem færri ferðamenn séu á því svæði. Uppáhalds gönguleiðin hennar nálægt höfuðborginni er að fossinum Glym. Hún er einstaklega hrifin af matnum hér á landi og elskar lakkrís. Þegar blaðamaður hitti hana á kaffihúsi í borginni var hún að drekka lakkríslatte. „Ég elska mjólkurvörurnar og smjörið er líka æðislegt, það er gult eins og smjör á að vera. Skyrið, rjóminn og ísinn, allt bragðast svo miklu betur. Ég ráðlegg fólki að kaupa mjólkurvörurnar, fiskinn og lambakjötið. Svo reyni ég að fá fólk til að borða lakkrís sem gengur misvel.“ Hún segir mikilvægt að fólk viti að tilgangur hennar með síðunni sé að hjálpa öðrum en ekki að reyna að græða á Íslandi á einhvern hátt. „Ég er ekki að reyna að nýta sér Ísland. Ég vil skapa viðskipti fyrir fyrirtækin hér og kynna þau fyrir ferðamönnum. Fólk hlustar á meðmælin mín og ég er stolt af þeim fyrirtækjum sem ég er í samstarfi við. Ég vil styðja við ferðamannaiðnaðinn og hjálpa honum að vaxa.“ Sífellt fleiri ferðamenn, þá sérstaklega frá Bandaríkjunum, horfa á myndböndin hennar á Youtube þegar ferðin er plönuð. Sem dæmi hefur myndbandið hér fyrir neðan verið spilað meira en 180.000 sinnum þegar þetta er skrifað. Reynir að ná tökum á tungumálinu Þó að það sé nóg að gera hjá hjónunum sem kírópraktorar dettur henni ekki í hug að hætta með síðuna sína. „Iceland With a View er mín ástríða og ég er með áætlanir um það hvernig ég get stækkað síðuna. Ég vil vera upplýsingaúrræði fyrir fólk varðandi allt tengt Íslandi. Ég vil líka ná til enn fleiri ferðamanna og kenna þeim um öryggi og mikilvægi þess að varðveita náttúruna. Á meðan fólk er enn að ferðast til Íslands þá er enn þörf fyrir síðuna svo ég mun halda áfram með hana. Þegar ég er að vinna sem kírópraktor er ég að hjálpa fólki, hjálpa börnum, sem er töfrandi og stórkostleg tilfinning. Svo ég elska bæði störfin mín.“ Jeannie hefur verið í íslenskutímum síðan hún flutti hingað og getur því talað þónokkuð á íslensku. Hún er byrjuð að tala aðeins íslensku við þá sem koma til hennar í kírópraktortíma og stefnir á að tala aðeins íslensku í vinnunni í framtíðinni. „Mitt markmið er að vera altalandi í Íslensku. Ég skil mikið en það fer auðvitað eftir umræðuefninu. Á kírópraktorstöðinni skil ég mikið en ef ég fer með bílinn minn á verkstæði þá skil ég ekkert hvað þeir eru að segja.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Jeannie á Instagram. Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Helgarviðtal Innflytjendamál Viðtal Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
„Það hefur verið algjör draumur að búa hér“ segir Jeannie Riley. Hún seldi aleiguna í ágúst árið 2015 og flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum með nokkrar ferðatöskur með sér. Nú aðstoðar Jeannie ferðamenn við að skipuleggja Íslandsferðir sínar og gefur þeim góð ráð um fallega staði, hverju skuli pakka og hvernig hægt sé að vera öruggari á ferðalagi um landið. Í hverjum mánuði fær Jeannie nú í kringum hundrað þúsund heimsóknir á síðuna sína, Iceland With a View. Samhliða þessu starfar hún sem kírópraktor og eyðir svo öllum sínum frítíma í að skoða Ísland með eiginmanninum. „Þetta byrjaði árið 2014, við vorum nýgift og vorum að ákveða hvert við vildum fara í brúðkaupsferð. Maðurinn minn stakk upp á Íslandi og ég bókstaflega spurði hann hvað væri eiginlega á Íslandi, því ég vissi það ekki.“ Bobby sýndi Jeannie myndir frá Íslandi og þá var það ákveðið, hún var alveg heilluð. Fossarnir fönguðu sérstaklega athygli hennar á þessum myndum og á Instagram síðu Jeannie í dag má sjá að þeir eru ennþá í uppáhaldi hjá henni. „Við komum hingað í fyrsta skipti árið 2014. Ég vissi ekki hverju ég ætti að búast við í þessari brúðkaupsferð. Á þriðja degi var ég orðin ástfangin af Íslandi, öllu. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja þar sem svo margir segja þetta í dag en á þessum tíma var ekki svona mikið af ferðamönnum hérna. Það var ekki orðið svona vinsælt að ferðast til Íslands.“ View this post on Instagram On this day in 2015, we moved to Iceland. The first thing we did was go to the Of Monsters and Men concert at Harpa that we bought tickets for months before we knew we would be cleared to move. The second thing we did was hike Glymur (one of the stops that we didn't have time to do on our honeymoon). The third thing we did was travel to the Westman Islands for a day of hiking as we celebrated our anniversary.There were so many unknown things about selling everything we owned and moving abroad that scared the shit out of me, and made me doubt our life changing move. But I'm so glad we trusted our gut and took the leap. Now, I can't imagine our life without Iceland in it. It's safe to say we haven't lost our adventurous spirits, and safer to say that our love for Iceland is stronger than ever. So grateful to call this place home - takk Ísland, elskan mín. #icelandwithaview A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Aug 21, 2019 at 1:19pm PDT Allir sögðu nei Í lok brúðkaupsferðarinnar voru hjónin stödd á Húsavík og það var þá sem þau ákváðu saman að flytja til Íslands. „Ferðin hafði svo mikil áhrif á okkur. Við fórum heim og byrjuðum strax að hafa samband við mögulega atvinnuveitendur á Íslandi. Það er frekar erfitt fyrir Bandaríkjamenn að flytja til Íslands. Við erum bæði kírópraktorar og höfðum samband við alla kírópraktorana á Íslandi sem voru aðeins átta á þessum tíma. Einn á Höfn, einn á Akureyri og nokkrir í Reykjavík. Við sendum þeim öllum tölvupóst “ Jeannie segir að þetta hafi verið ákveðinn skellur og þau ákváðu að gefast ekki svo auðveldlega upp. Þau sendu því fleiri tölvupósta og að lokum skilaði það árangri. „Við sendum við einum kírópraktor aftur og hann sagði „Allt í lagi ég skal tala við ykkur.“ Til að gera langa sögu stutta þá gátum við flutt til Íslands af því að við erum kírópraktorar, ekki bara af því að við elskuðum landið og vildum flytja hingað.“ Þau ákváðu að selja heimilið sitt, bílana og meirihlutann af búslóð sinni. Það sem eftir stóð komst fyrir í nokkrum ferðatöskum. „Við bjuggum í Texas á þessum tíma. Ég er frá Wisconsin og við fluttum til Texas vegna starfs en við vissum að við vildum ekki vera þarna í langan tíma. Það virtist rökrétt að selja allt saman, við seldum húsið, bílana okkar, húsgögnin, bara allt. Við tókum sex ferðatöskur með okkur til Íslands, bara það sem við þurftum.“ Örlögin leiddu þau saman í Nýja Sjálandi Jeannie og eiginmaður hennar eiga sér ævintýralega sögu og hafa skoðað allan heiminn saman. Þau kynntust fyrir nokkrum árum í örlagaríkri ferð á Nýja Sjálandi. Þau bjuggu í sömu borg í Bandaríkjunum á þessum tíma og voru nemendur við sama háskólann en kynntust samt ekki fyrr en í þessari skólaferð til Nýja Sjálands. Þegar þau hittust þar höfðu þau aldrei áður talað saman. „Þetta var einn mánuður í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Fiji. Við ferðuðumst og gerðum stórkostlega hluti eins og að fara í fallhlífarstökk, teygjustökk og að synda með höfrungum. Við urðum mjög góðir vinir í þessari ferð og eyddum miklum tíma.“ Jeannie viðurkennir að þeim hafi greinilega bara verið ætlað að ná saman og örlögin hafi gripið í taumana. Hjónin fluttu til Íslands þann 21. ágúst árið 2015, árið eftir að þau komu hingað í brúðkaupsferðina. Það fyrsta sem þau gerðu var að fara á Of Monsters And Men tónleika í Hörpu, fara í gönguferð upp að Glym og svo héldu þau upp á brúðkaupsafmælið sitt í Vestmannaeyjum. „Þegar ég horfi til baka sé ég að þetta er besta ákvörðun sem við höfum tekið. En þetta var samt ógnvekjandi. Við erum bæði vön að ferðast mikið svo ég hafði ekki áhyggjur af því að dvelja á nýjum stað en ég hafði áhyggjur af því að fara frá fjölskyldu og vinum. Einnig af því að vinna þar sem talað er annað tungumál og auðvitað óttinn við það að verða einmana.“ View this post on Instagram A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Oct 31, 2019 at 12:30pm PDT Leit á áreksturinn sem tákn Þau leigðu íbúð með húsgögnum til að byrja með, á meðan þau komu sér fyrir hér á landi. Þau búa nú í Grafarholti en Jeannie starfar sem kírópraktor hér á landi, hjónin byrjuðu að vinna hjá Kírópraktorastofu Íslands en starfa hjá Kírópraktorastöð Reykjavíkur í dag. Jeannie er að opna nýja kírópraktorastöð á næstunni sem verður þó undir Kírópraktorastöð Reykjavíkur og í sama húsnæði. „Vinnan er mér mjög mikilvæg og er auk þess ástæða þess að ég get búið hér. Ég er því að opna þessa stofu fyrir störf mín utan Iceland With a View. Ég sérhæfi mig í börnum svo þetta er mjög spennandi, þetta verður fyrsta kírópraktorastöðin á Íslandi sem sérhæfir sig í börnum“ Jeannie lærði í átta ár til að verða kírópraktor og sér ekki eftir því að hafa valið þessa leið í lífinu. Sjálf kynntist hún þessu starfi fyrst eftir að hún lenti sjálf í árekstri. Hún lítur á þennan árekstur sem hluta af sínum örlögum, því þetta stýrði henni í ákveðna átt. „Það var keyrt aftan á mig og ég fékk högg á hnakkann. Ég fann mikið til og vissi þá ekki hvað kírópraktor væri.“ Eftir að Jeannie fór til kírópraktors og sá sjálf hvað það hjálpaði mikið með verkina, ákvað hún að velja sér þennan starfsferil. Síðar ákvað hún að sérhæfa sig í börnum. Verkir geta haft áhrif á brjóstagjöf „Í fullkomnum heimi myndi ég hitta börnin áður en vandamálin koma upp og þá gæti ég vitað að þau séu alltaf heilbrigð í stað þess að fá þau til mín þegar þau þurfa mína aðstoð, því það er erfiðara bæði fyrir barnið og foreldrana.“ Ástæðurnar fyrir því að farið er með börn til kírópraktors geta verið mjög misjafnar. Yngstu skjólstæðingar Jeannie eru stundum nýfædd ungbörn og hún hittir börn upp í átta til tíu ára. „Oft þegar ég hitti börn í fyrsta skipti er það af því að þau eru alltaf að pissa undir, eða pissa reglulega í sig í skólanum eða eitthvað álíka. Ítrekuð eyrnabólga er líka algeng ástæða fyrir komu þeirra, ungbarnakveisa líka og stöðugur grátur ungbarna. Einnig ef þau vilja bara drekka úr öðru brjóstinu hjá móður sinni, þá er það oft út af verk í hálsinum en ekki út af einhverju vandamáli hjá móðurinni.“ Jeannie hefur líka verið að sinna ófrískum konum og mæðrum eftir fæðingu. „Það er svo mikilvægt að hugsa um mömmuna líka því hún var að fæða barn og þarf því hjálp líka.“ Hún sér stofuna fyrir sér sem leikvöll fyrir börn þar sem einnig eru borð þar sem kírópraktor getur sinnt þeim, í umhverfi þar sem þeim líður vel. Jeannie er þakklát fyrir að starfa sem kírópraktor. Starfið sé gefandi og það sé einnig ástæða þess að hún getur búið á Íslandi.Vísir/Vilhelm Á Land Rover á hálendinu Hjónin eru mjög ævintýragjörn og eru dugleg að skoða heiminn. Þau hafa bæði heimsótt yfir fimmtíu lönd hvort. „Við elskum að ferðast og heimsækja nýja staði. Nýja Sjáland er í öðru sæti yfir uppáhalds staðina mína því það eru mörg líkindi með Íslandi eins og í landslaginu, fjöllin og jöklarnir. Það er ótrúlega erfitt að útskýra það en mér líður meira eins og heima hjá mér á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar. Það er eitthvað við landið, það er alveg eins með þetta og með sanna ást, þú bara veist það.“ Jeannie reynir að ferðast um landir eða fara í gönguferðir og fjallgöngur allar helgar. „Ég vil vera úti í náttúrunni og ef ég get skoðað eitthvað fyrir lesendur mína þá er það frábært. Ég sel upplýsingar þar sem ég er með vefbækur og námskeið á netinu til þess að gefa fólki tækifæri til þess að læra um Ísland. Ég næ að halda öllu uppfærðu af því að ég er alltaf að ferðast á þessa staði.“ Þau hafa mjög gaman af því að skoða hálendið og keyptu sér Land Rover Defender jeppa til þess að geta ferðast á þá staði. Gæti hugsað sér að festast á Djúpavogi „Mér finnst skemmtilegt að fara á nýja staði en mér finnst líka gaman að fara aftur á staði sem ég hef heimsótt áður.“ Hún segir að staðirnir séu oft allt öðruvísi en síðast vegna árstíma eða veðurs þann daginn. „Uppáhalds staðurinn minn eru Vestfirðirnir og mér finnst Austfirðirnir líka æðislegir.“ Ef hún þyrfti að vera föst á einum stað í heilan mánuð þá myndi hún velja Djúpavog. Tenging Jeannie við Ísland er mjög sterk og verður bara meiri með hverju árinu sem hún er búsett hér. Hún elskar íslenskan lakkrís en mest af öllu elskar hún íslensku náttúruna. „Að hafa fallegustu náttúru í heimi fyrir utan gluggann hjá mér er mjög mikilvægt. Húsið sem við búum í núna snýr að Esjunni svo ég fæ að sjá sjóinn og fjallið alla daga. Um helgar ferðumst við um landið svo ég á alltaf auðvelt með að komast út í náttúruna.“ Jeannie er líka mjög hrifin af menningunni hér á landi, hraðinn sé ekki jafn mikill og í Bandaríkjunum. „Svo er hér betra fæðingarorlof, lífsgæðin og tempóið á öllu er mun meira heillandi hér á landi.“ View this post on Instagram A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Oct 6, 2019 at 12:50pm PDT Lesendum fjölgar stöðugt Hún segist aldrei hafa séð eftir því að hafa flutt hingað, þó að það sé dýrara að búa hér. „Planið er að búa hérna svo lengi sem þið leyfið mér það,“ segir Jeannie og hlær. „Það hefur verið algjör draumur að búa hér því að ég get deilt ást minni á landinu með öðrum sem langar að ferðast hingað. Þegar ég byrjaði með vefsíðuna mína var þetta bara eiginlega eins og dagbók. Til að segja mömmu hvað við vorum að gera eins og að ég væri í íslenskukennslu eða hefði verið að skoða fallegan foss.“ Fólk byrjaði að finna síðuna hennar Jeannie, Iceland With a View í gegnum leitarvélar og sendi svo skilaboð á hana í kjölfarið og bað um góð ráð. „Þetta er svo skemmtilegt fyrir mig því þetta er leið til þess að sýna hvernig við búum hérna.“ Síðan stækkaði jafnt og þétt og varð svo að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn og Youtube myndböndin hennar eru einnig að vekja athygli. „Samfélagsmiðlarnir mínir eru alltaf að stækka en það eru um hundrað þúsund heimsóknir á síðuna mína í hverjum mánuði svo þetta gengur vel. Þetta er brjálað.“ Mikilvægt að vernda náttúruna Ferðamenn eru byrjaðir að óska eftir því að hitta Jeannie í eigin persónu og íhugar hún nú að halda upplýsingafundi þar sem ferðamenn sem eru staddir hér geta hitt aðra í sömu stöðu og fengið hjá henni góð ráð og svör við einhverjum spurningum í leiðinni. „Ég elska Ísland en það sem ég er að segja ferðamönnum er hvernig þau geta verið örugg á Íslandi, hvernig þau eigi að forðast að skemma náttúruna. Ég er ekki að tala mikið um mitt líf núna heldur meira um það hvernig þau eigi að hegða sér hérna, ég vill að allt haldist áfram fallegt og óspillt. Mitt helsta markmið er að segja fólki að bera virðingu fyrir landinu.“ Hún segir að allir geti staðið sig betur þegar kemur að því að vernda náttúruna hér á landi, bæði heimamenn og ferðamenn, hún sjálf sé þar ekki undanskilin. „Ég er alltaf að reyna að gera betur. Ef ég fer í gönguferð ráðlegg ég fólki til dæmis hvaða leið eigi að fara, hvaða stíg eigi að fylgja og læt vita ef það er búið að loka einhverjum leiðum sem eigi þá að forðast.“ Að hennar mati er þetta erfitt verkefni sem verður sífellt flóknara eftir því sem fleiri ferðast hingað. Nefnir hún sem dæmi hættuástandið sem getur myndast í Reynisfjöru þrátt fyrir skýrar merkingar um að þetta geti verið hættulegt svæði og öldurnar kröftugar og stórar. Ferðamenn hafa lent í sjónum og einnig lokað sig inni í hellinum og þannig lent í lífsháska. „Heimamenn eru að reyna að gera ýmislegt og reyna að setja mörk en hvað gerum við ef ferðamennirnir hlusta ekki? Við þurfum öll að gera okkar og hjálpast að, en það verða alltaf einstaklingar sem að sýna þessu óvirðingu og hugsa bara um sjálfan sig.“ View this post on Instagram How do you pronounce Icelandic words like Hafnarfjörður, Fjaðrárgljúfur, or Akureyri? How do you say “How much does that cost?” or “Do you speak English?” . You guys asked for a PART of “how to speak Icelandic” so here it is my friends! I’ve got you covered with all that and more in today’s new video. Featuring our favorite Icelander Jens...of course we cracked open an Einstök and had a lot of laughs - try not to make fun of my Icelandic too much #icelandwithaview A post shared by Jeannie Iceland Planning (@icelandwithaview) on Oct 8, 2018 at 10:13am PDT Instagram blekkjandi Jeannie segir að þeir sem brjóti reglurnar séu flestir ferðamenn en það komi auðvitað fyrir að Íslendingar geri það líka. „Ég held að Instagram gefi brenglaða mynd af því hvað megi gera, hvar megi standa og hvar megi keyra því ef ferðamenn sjá aðra gera þetta halda þeir að það sé í lagi að gera þetta líka. Við þurfum því að passa hvað við setjum á vefinn. Ég er alltaf mjög meðvituð um það sem ég er að sýna.“ Nefnir hún sem dæmi að hún setji ekki drónamyndbönd af svæðum sem ekki megi keyra á, til dæmis á hálendinu. Á hálendi Íslands eru skilti frá Vegagerðinni sem útskýra að utanvegaakstur sé bannaður og ökumenn sektaðir fyrir slíkt, það dugir samt ekki til og eru erlendir ferðamenn reglulega gripnir glóðvolgir. „Ég held að við verðum öll að setja gott fordæmi.“ Jeannie segir að auðvitað væri hægt að setja upp fleiri skilti eða merkingar en hún hefur séð það sjálf á sínum ferðalögum að fólk hunsar oft skilti og klifrar yfir reipi sem eiga að loka af ákveðin svæði eða ákveðnar leiðir. „Þetta snýst allt um að ná myndum fyrir Instagram.“ Því finnst henni mikilvægt að byrja að koma skilaboðum til fólks á meðan það er að skipuleggja ferðirnar sínar og ákveða hvert skuli fara og hvað skuli skoða á Íslandi. „Ég held að það sé engin ein auðveld lausn á þessu en við ættum samt öll að vera að vinna að þessu saman.“ Vilja festa ræturnar hér Jeannie og Bobby finna alveg að Íslendingar eru að mörgu leiti ólíkir Bandaríkjunum. Þar sem þau bjuggu áður voru allir virkilega kurteisir og mikið er um kurteisishjal. „Það er alltaf grínast með að þú getir ekki farið í kjörbúðina þína nema það taki allavega klukkustund. Allir sem þú þekkir vilja spjalla og kurteisishjalið er mjög mikið.“ Þau hafa eignast marga vini hér á landi og halda einnig góðu sambandi við fjölskyldu sína heima. „Við erum dugleg í ræktinni og höfum kynnst fólki þar. Svo eru vinnufélagar okkar yndislegir og við höfum kynnst þeirra fjölskyldum líka. Ég held að það sé alltaf örlítið erfiðara að tengjast fólki sem aðkomumanneskja en við erum mjög ánægð með þær tengingar sem við höfum gert.“ Jeannie segir að það sé þeirra markmið að festa alveg rætur á Íslandi og að eignast sín börn hér. „Ég er spennt að eignast börn hérna, fæðingarorlofið er gott og vinnumarkaðurinn styður betur við mæður. Öryggi barna er mikið hér sem er mér mikilvægt. Eins og í Bandaríkjunum þá heyrir maður stöðugt sögur af skotárásum í skólum, þetta er hræðilegt. Börnin hér ganga heim úr skólanum og í Bandaríkjunum þekkist það ekki, börn fá ekki að fara neitt ein, það er ekki öruggt og fólk óttast að eitthvað gerist eins og að einhver steli börnunum.“ View this post on Instagram A post shared by Jeannie celand Planning (@icelandwithaview) on Oct 13, 2019 at 1:27pm PDT Forvitnir ferðamenn Spurningum rignir yfir Jeannie í skilaboðum á samfélagsmiðlum sem og í tölvupósti. Hún hefur því fengið fólk til að aðstoða sig við að svara öllu spurningaflóðinu frá ferðamönnum. Sjálf ætlar hún þó áfram að sjá um að gera öll myndböndin og Bobby mun áfram taka allar myndirnar fyrir síðuna. Fyrir utan spurningar um hvert eigi að fara og hverju eigi að pakka þá spyrja ferðamenn Jeannie mikið um það hversu marga staði sé hægt að skoða á einum degi. „Þetta fer eftir árstímanum, ef þú ert að koma núna nærðu ekki að fara á mjög marga staði en ef þú kemur um hásumar og hefur kvöldsólina þá nærðu að skoða miklu meira í björtu. Hver árstíð er mismunandi vegna veðurs og birtunnar. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir fólk að skipuleggja tímann sinn. Fólk spyr líka mikið um menninguna og matinn.“ Þegar kemur að því að pakka fyrir Íslandsferðir þá ráðleggur Jeannie öllum að koma með vatns- og vindheldar buxur og jakka. „Fólk er að mæta í gallabuxum og strigaskóm við jakka sem heldur ekki vatni, þetta hentar ekki alltaf íslenskum aðstæðum. Í Bandaríkjunum er hægt að kaupa regnjakka á 20 dollara sem halda svo ekki miklu vatni. Þið þurfið ekki að kljást við þetta vandamál hér þar sem Cintamani, 66 gráður norður og öll þessi merki gera jakka sem eru hentugir í þessar aðstæður.“ „Ekki stoppa á miðjum vegi“ Dæmi um það sem Jeannie segir fólki að forðast eru Ugg stígvél sem eru þykk og loðin en halda ekki vatni og sólinn er mjög sleypur. „Þú verður bara að vera praktískur og klæða þig vel því annars viltu bara komast strax aftur inn í bílinn þinn.“ Jeannie segir að fréttir eins og um Samherjaskjölin og annað tengt Íslandi í fjölmiðlum erlendis, hafi ekki mikil áhrif á komu ferðamanna hingað. Jeannie lætur lesendur sína þó vita af í hverri viku af því sem er að gerast hér á landi, eins og til dæmis fréttir af fólki í lífsháska í Reynisfjöru. „Ég sendi út á 15.000 einstaklinga póstlista í hverri viku og ég nota slíkar fréttir sem kennsluefni. Ég er ekki að tala um fiskiskandalinn, frekar eitthvað eins og Iceland Airwaves var í síðustu viku eða stórt bílslys eða eitthvað í Reynisfjöru. Ég bendi fólki á að þetta sé að gerast af því að fólk sé ekki að fylgja fyrirmælum.“ Núna er Jeannie að vinna að myndböndum um akstur á Íslandi, þá sérstaklega öryggi þegar ekið á vegum hér að vetrarlagi. „Ég er alltaf að segja það sama aftur og aftur, „Ekki stoppa á miðjum vegi til að skoða eitthvað,“ og svo framvegis.“ Jeannie sérhæfir sig í börnum og hittir sum börn strax eftir fæðingu ef þörf er á. Vísir/Vilhelm Svona á smjör að bragðast Efst á óskalista Jeannie yfir staði á Íslandi sem hana langar sjálfa að heimsækja eru Hornstrandir en þangað hefur hún aldrei komið. Einnig eru einhverjir staðir á hálendinu sem þau hafa ekki náð að skoða. Hún segir að það sé skemmtilegra að fara á Snæfellsnesið núna en gullna hringinn þar sem færri ferðamenn séu á því svæði. Uppáhalds gönguleiðin hennar nálægt höfuðborginni er að fossinum Glym. Hún er einstaklega hrifin af matnum hér á landi og elskar lakkrís. Þegar blaðamaður hitti hana á kaffihúsi í borginni var hún að drekka lakkríslatte. „Ég elska mjólkurvörurnar og smjörið er líka æðislegt, það er gult eins og smjör á að vera. Skyrið, rjóminn og ísinn, allt bragðast svo miklu betur. Ég ráðlegg fólki að kaupa mjólkurvörurnar, fiskinn og lambakjötið. Svo reyni ég að fá fólk til að borða lakkrís sem gengur misvel.“ Hún segir mikilvægt að fólk viti að tilgangur hennar með síðunni sé að hjálpa öðrum en ekki að reyna að græða á Íslandi á einhvern hátt. „Ég er ekki að reyna að nýta sér Ísland. Ég vil skapa viðskipti fyrir fyrirtækin hér og kynna þau fyrir ferðamönnum. Fólk hlustar á meðmælin mín og ég er stolt af þeim fyrirtækjum sem ég er í samstarfi við. Ég vil styðja við ferðamannaiðnaðinn og hjálpa honum að vaxa.“ Sífellt fleiri ferðamenn, þá sérstaklega frá Bandaríkjunum, horfa á myndböndin hennar á Youtube þegar ferðin er plönuð. Sem dæmi hefur myndbandið hér fyrir neðan verið spilað meira en 180.000 sinnum þegar þetta er skrifað. Reynir að ná tökum á tungumálinu Þó að það sé nóg að gera hjá hjónunum sem kírópraktorar dettur henni ekki í hug að hætta með síðuna sína. „Iceland With a View er mín ástríða og ég er með áætlanir um það hvernig ég get stækkað síðuna. Ég vil vera upplýsingaúrræði fyrir fólk varðandi allt tengt Íslandi. Ég vil líka ná til enn fleiri ferðamanna og kenna þeim um öryggi og mikilvægi þess að varðveita náttúruna. Á meðan fólk er enn að ferðast til Íslands þá er enn þörf fyrir síðuna svo ég mun halda áfram með hana. Þegar ég er að vinna sem kírópraktor er ég að hjálpa fólki, hjálpa börnum, sem er töfrandi og stórkostleg tilfinning. Svo ég elska bæði störfin mín.“ Jeannie hefur verið í íslenskutímum síðan hún flutti hingað og getur því talað þónokkuð á íslensku. Hún er byrjuð að tala aðeins íslensku við þá sem koma til hennar í kírópraktortíma og stefnir á að tala aðeins íslensku í vinnunni í framtíðinni. „Mitt markmið er að vera altalandi í Íslensku. Ég skil mikið en það fer auðvitað eftir umræðuefninu. Á kírópraktorstöðinni skil ég mikið en ef ég fer með bílinn minn á verkstæði þá skil ég ekkert hvað þeir eru að segja.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Jeannie á Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Helgarviðtal Innflytjendamál Viðtal Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira