Enski boltinn

Solskjær: Man. United er enn stærra en Man. City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær var hress á blaðamannafundinum í gær.
Solskjær var hress á blaðamannafundinum í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hans félag sé enn stærra en Manchester City þrátt fyrir gott gengi nágrannanna undanfarin ár.

Það verður allt undir á Etihad-leikvanginum síðar í dag er United fer og heimsækir City en flautað verður til leiks klukkan 17.30 í kvöld í leik 179 milli þessara liða.

City er ellefu stigum á undan grönnunum í United en City hefur endað fyrir ofan Man. United öll tímabilin eftir að Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013.

„Já,“ svaraði Norðmaðurinn án þess að hugsa er hann var spurður út í það hvort að United væri enn stærra félag en Manchester City.







„Við spilum að minnsta kosti á hverju ári núna. Það liðu mörg ár áður en spilaði minn fyrsta Manchester-grannaslag. Þetta hefur þó breyst og auðvitað eru City betri núna en þegar ég var að spila.“

Solskjær gekk í raðir United sem leikmaður árið 1996 en þá voru City nýfallnir úr ensku úrvalsdeildinni. Þeir komu ekki upp aftur fyrr en árið 2000.

„Ég held að fótboltinn hafi breyst. Það eru ekki leyfðar jaf margar alvöru tæklingar þar sem allt er skoðað í dag. Þetta er meiri taktík og tekníkskir hlutir sem ráða úrslitum í stað fyrir líkamlegan og hugarfarslegan leik.“

„En þetta er þó enn grannaslagur og ætti að vera spilaður sem slíkur. Við erum ekki að fara spila körfubolta svo við verðum klárir ef það gerist.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×