Lífið

Stólaáskorunin sem aðeins konur virðast geta klárað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er stórundarlegt mál.
Þetta er stórundarlegt mál.

Myndbönd af stólaáskoruninni #chairchallenge tröllríða veraldarvefnum í þessari viku.

Um er að ræða áskorun sem aðeins konur virðast geta framkvæmt. Taka á þrjú skref til baka frá vegg. Því næst beygja sig fram og koma höfðinu fyrir við vegginn.

Síðan eiga þeir sem reyna við áskorunina að lyfta upp stól upp að bringu og standa síðan upp með hann. Þetta virðast aðeins konur geta og algjörlega útiloka fyrir karlmenn að leysa. Vísir hefur rætt við nokkra karlmenn sem hafa ekki náð að klára umrædda áskorun.

Kassamerkið #chairchallenge er nú orðið mjög fyrirferðarmikið á samfélagsmiðlum en hér að neðan má sjá myndband sem fer vel yfir málið. Hér er fjallað ítarlega um stólaáskorunina en allt virðist þetta snúast um mismunandi þyngdapunkt milli kynjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.