Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita fjórar milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að styrkja uppsetningu íslensku óperunnar Agnes í tilefni af 40 ára afmæli Íslensku óperunnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur meðal annars fram að á þessum fjörutíu árum hafi 90 óperur verði settar upp á vegum Íslensku óperunnar og sýningar hafi samtals verið 1.100 talsins.
Í tilefni afmælisins er stefnt að því að Íslenska óperan panti sérstaklega nýja óperu af Daníel Bjarnasyni tónskáldi sem muni bera titilinn Agnes. Fyrirhuguð frumsýning er 2023 og er stefnt á að auk íslenskra söngvara muni nokkrir „leiðandi alþjóðlegir listamenn taka þátt í uppfærslunni“. Óperustjóri Íslensku óperunnar er Steinunn Birna Ragnarsdóttir.