Erlent

R. Kel­ly á­kærður fyrir mútur vegna hjóna­bandsins við Aali­yah

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago fyrr á árinu.
Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago fyrr á árinu. Chicago Police Dept./AP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994.



Hún var þá undir lögaldri og á R. Kelly að hafa mútað embættismanninum til þess að gefa út fölsk skilríki handa Aaliyah.



R. Kelly var 27 ára á þessum tíma og Aaliyah 15 en fölsuðu skilríkin sýndu að Aaliyah væri 18 ára. Þau voru svo notuð til þess að sækja um leyfi til hjónabands hjá þar til bærum yfirvöldum.



Sjá einnig: „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína



Samkvæmt málsgögnum borgaði R. Kelly embættismanninum mútur þann 30. ágúst 19994, aðeins degi áður en hann giftist Aaliyah. Nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið síðan ógilt vegna þess að söngkonan var undir lögaldri.



Aaliayah lést í flugslysi árið 2001. R. Kelly framleiddi og samdi lögin á fyrstu plötu hennar., Age Ain‘t Nothing But a Number.



Nokkrar ákærur hafa verið gefnar út á hendur R. Kelly fyrir kynferðisbrot og bíða mál meðferðar dómstóla bæði í Chicago og New York. R. Kelly hefur neitað því með öllu að hafa brotið af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×