Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 18:23 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. Þann 15. janúar 2022 fær Haraldur svo greitt orlof sem hann hefur unnið sér inn á því tímabili sem nefnt er hér að ofan. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Haraldar. Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, tekur Haraldur að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra. Sú ráðgjöf mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslunnar og mögulegri tilfærslu verkefna á milli löggæslustofnana. Ráðherra getur þar að auki falið Haraldi önnur verkefni á tímabilinu. Frá apríl 2020 til júní 2021 verður Haraldur á launum, án fastrar og reglubundinnar viðveru. Ráðherra getur þó óskað þess að Haraldur taki að sér að vinna tiltekin verkefni. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði. Hann mun vera á fullum launum í átján mánuði en það samsvarar 31,5 milljón króna í laun. Við það bætast svo biðlaun og orlof. Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Undanfarna mánuði hefur þó hitnað undir honum í embættinu.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriMannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. Þann 15. janúar 2022 fær Haraldur svo greitt orlof sem hann hefur unnið sér inn á því tímabili sem nefnt er hér að ofan. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Haraldar. Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, tekur Haraldur að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra. Sú ráðgjöf mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslunnar og mögulegri tilfærslu verkefna á milli löggæslustofnana. Ráðherra getur þar að auki falið Haraldi önnur verkefni á tímabilinu. Frá apríl 2020 til júní 2021 verður Haraldur á launum, án fastrar og reglubundinnar viðveru. Ráðherra getur þó óskað þess að Haraldur taki að sér að vinna tiltekin verkefni. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði. Hann mun vera á fullum launum í átján mánuði en það samsvarar 31,5 milljón króna í laun. Við það bætast svo biðlaun og orlof. Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Undanfarna mánuði hefur þó hitnað undir honum í embættinu.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriMannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01
Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30