Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðastörf á vinnu- og skólatíma? Sólveig Ása B. Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2019 08:00 Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun