Evu Maríu hótað þegar hún stofnaði Sætar syndir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Eva María stofnaði Sætar syndir það tók heldur betur á. Stöð 2 Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið. Ísland í dag Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið.
Ísland í dag Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira