Hrönn Blöndal Birgisdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Aldeilis.
Í tilkynningu frá stofunni segir að Hrönn sé með MA í sjónrænni mannfræði (e. visual anthropology) frá Freie Universitat í Berlín og BA í tískumarkaðsfræði (e. fashion marketing & communication) frá University of Westminster.
Verkefni Hrannar hjá stofunni eru sögð vera þvert á vef- og auglýsingadeild og snúa að vefhönnun, hugmyndasmíði og samfélagsmiðlun.
„Síðustu ár hefur Hrönn verið búsett í Barcelona og Berlín og sinnt ýmsum störfum hjá tímaritum og á sviði tísku, menningar og lista,“ segir í tilkynningunni.
