Segja Rússa hafa neitað að handtaka aðskilnaðarsinna vegna MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2019 22:11 MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn. Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn.
Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53