Stjórnvöld í Albaníu kalla eftir alþjóðlegum stuðningi Heimsljós kynnir 2. desember 2019 14:45 Armend Nimani/Getty Images „Hér gengur vinnan bara vel, hópurinn er samstilltur og starfinu miðar vel áfram,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur sem hefur síðustu daga unnið ásamt hópi sérfræðinga að samhæfingu björgunaraðgerða í Albaníu eftir stóra jarðskjálftann í síðustu viku þar sem 51 týndi lífi, þar af sjö börn. Leitar- og björgunaraðgerðum lauk á laugardagskvöld. Flestir fórust í smábænum Thumane, 26 einstaklingar, í hafnarborginni Durres fórust 24 og einn fannst látinn í borginni Kurbin. „Ákveðið var síðla dags á laugardag að rústabjörgunarfasa væri lokið því búið væri að finna alla þá sem saknað var,“ segir Sólveig sem fór á vettvang á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem hún er félagi í. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, hefur óskað eftir fjárhagslegri aðstoð alþjóðasamfélagsins og aðstoð sérfræðinga í kjölfar landskjálftans. Hann kvaðst um helgina meðal annars hafa skrifað Donald Trump forseta Bandaríkjanna og beðið um aðstoð. Um fimm þúsund manns misstu heimili sín í skjálftunum en talið er að um tólf hundruð byggingar hafi hrunið. Þá eru rúmlega 50 skólar það mikið skemmdir að kennsla liggur niðri. Sólveig segir að búið sé að opna miðstöð til að meta eignatjón í jarðskjálftanum og verið sé að samhæfa störf verkfræðinga til að meta skemmdir húsa, meðal annars með tilliti til þess hvort fólk geti snúið aftur til síns heima. Sólveig segir þetta starf vera unnið í nánu samstarfi við heimamenn. Hún segir einnig unnið að almennri neyðaraðstoð við þá sem eru heimilislausir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Albanía Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
„Hér gengur vinnan bara vel, hópurinn er samstilltur og starfinu miðar vel áfram,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur sem hefur síðustu daga unnið ásamt hópi sérfræðinga að samhæfingu björgunaraðgerða í Albaníu eftir stóra jarðskjálftann í síðustu viku þar sem 51 týndi lífi, þar af sjö börn. Leitar- og björgunaraðgerðum lauk á laugardagskvöld. Flestir fórust í smábænum Thumane, 26 einstaklingar, í hafnarborginni Durres fórust 24 og einn fannst látinn í borginni Kurbin. „Ákveðið var síðla dags á laugardag að rústabjörgunarfasa væri lokið því búið væri að finna alla þá sem saknað var,“ segir Sólveig sem fór á vettvang á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem hún er félagi í. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, hefur óskað eftir fjárhagslegri aðstoð alþjóðasamfélagsins og aðstoð sérfræðinga í kjölfar landskjálftans. Hann kvaðst um helgina meðal annars hafa skrifað Donald Trump forseta Bandaríkjanna og beðið um aðstoð. Um fimm þúsund manns misstu heimili sín í skjálftunum en talið er að um tólf hundruð byggingar hafi hrunið. Þá eru rúmlega 50 skólar það mikið skemmdir að kennsla liggur niðri. Sólveig segir að búið sé að opna miðstöð til að meta eignatjón í jarðskjálftanum og verið sé að samhæfa störf verkfræðinga til að meta skemmdir húsa, meðal annars með tilliti til þess hvort fólk geti snúið aftur til síns heima. Sólveig segir þetta starf vera unnið í nánu samstarfi við heimamenn. Hún segir einnig unnið að almennri neyðaraðstoð við þá sem eru heimilislausir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Albanía Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent