Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 21:00 Guðný S. Bjarnadóttir lenti sjálf í því fyrir nokkrum árum að máli hennar var flett upp í LÖKE hjá þremur lögregluembættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. Vísir/Bjarni Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“ Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01