Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 20:00 Lewis Hamilton fagnar sigri. Getty/ Dan Istitene Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Formúla Sportpakkinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira