Ísflix leitar að húsnæði Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 11:30 Lifandi umræða á Hrafnaþingi, sem að sjálfsögðu verður aðgengilegt á Ísflix. Skjáskot „Við erum á fullu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, einn aðstandenda borgaralegu efnisveitunnar Ísflix. Upphaflega hafði staðið til að efnisveitan færi í loftið þann 1. nóvember síðastliðinn en eins og svo oft í frumkvöðlastarfi tókst ekki að ganga frá öllum lausum endum fyrir þann tíma. Ísflix-liðar eru þó ekki af baki dottnir heldur hafa nýtt síðustu vikur í húsnæðisleit fyrir höfuðstöðvar efnisveitunnar auk þess sem þeir hafa sankað að sér margvíslegu, borgaralegu sjónvarpsefni fyrir efnisveituna - t.d. „töluvert af stöffi frá Hannesi Hólmsteini um pólitík,“ að sögn Jóns Kristins. „Við vorum kannski full brattir í fyrri yfirlýsingum,“ segir Jón Kristinn um 1. nóvember-áformin. Uppsetning Ísflix sé meira og minna unnin í sjálfboðavinnu og hafi tekið lengri tíma en búist hafði verið við. Til að mynda hafi forritun smáforritsins reynst flóknari en áætlanir gerðu ráð fyrir, auk þess sem flutningur eldra efnis yfir á stafrænt form hafi verið tímafrekt.Sjá einnig: Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risanaEins og fram kom í fyrri frétt Vísis af Ísflix verður íslensk dagskrárgerð í fyrirrúmi á efnisveitunni. Frá því að púlsinn var síðast tekinn á undirbúningnum segir Jón Kristinn að mikið efni hafi bæst í sarpinn. Til að mynda hafi Ísflix tryggt sér þætti Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar um Loftleiðir, Íslandssöguþáttaröð auk þess sem von er á heimildarþáttaröðinni Skandall sem fjallar um „nýjar hliðar Geirfinnsmálsins“ - að ógleymdum þáttunum sem Jón Kristinn, Ingvi Hrafn Jónsson og fleiri Ísflix-menn „eiga hjá Hringbraut. Eins og allir þættirnir mínir með Gunnari Dal,“ segir Jón Kristinn um leið og hann hrósar Hringbrautarfólki fyrir að hafa tekið vel í umleitanir Ísflix.Moggaeldhúsið óhentugt Þar að auki mun Ísflix ráðast í eigin dagskrárgerð. Til þess að hún verði að veruleika þurfi Ísflix þó stærra húsnæði en þeim hefur boðist í Hádegismóum og stendur húsnæðisleitin nú yfir að sögn Jóns Kristins.Merki Ísflix.JKSNú þegar sé búið að ganga frá samningum um fjóra aðila um vikulega þætti „og við getum ekki boðið Mogganum upp á það að nota þetta litla stúdió þeirra, sem er í rauninni bara eldhús,“ segir Jón Kristinn. Draumurinn sé að finna húsnæði með mikilli lofthæð fyrir allan tækjabúnaðinn auk þess sem það verður að rúma stærðarinnar myndver sem ætlunin er að hluta í þrennt. Aðspurður um hvernig Ísflix hyggst fjármagna leigu á húsnæði og framleiðslu efnis, í ljósi þess að efnisveitan verður öllum aðgengileg þeim að kostnaðarlausu, segir Jón Kristinn að fjármunirnir séu nær alfarið að koma úr hans eigin vasa. Hugmyndin sé hins vegar að fara inn á auglýsingamarkað á seinni stigum, til að tryggja að notendur þurfi aldrei að greiða fyrir Ísflix. Jón Kristinn er ragur við að nefna hvenær borgaralegir hámgláparar mega búast við því að Ísflix líti dagsins ljós - „ég er búinn að brenna mig á því einu sinni,“ segir hann og hlær. Draumurinn sé þó að geta kynnt Ísflix til leiks á eins árs afmæli Hrafnaþings, sem fagnað verður þriðja fimmtudaginn í janúar. Jón Kristinn telur þó ólíklegt að það takist, líklegra sé að hægt verði að fara í loftið fyrir næstu páska. Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
„Við erum á fullu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, einn aðstandenda borgaralegu efnisveitunnar Ísflix. Upphaflega hafði staðið til að efnisveitan færi í loftið þann 1. nóvember síðastliðinn en eins og svo oft í frumkvöðlastarfi tókst ekki að ganga frá öllum lausum endum fyrir þann tíma. Ísflix-liðar eru þó ekki af baki dottnir heldur hafa nýtt síðustu vikur í húsnæðisleit fyrir höfuðstöðvar efnisveitunnar auk þess sem þeir hafa sankað að sér margvíslegu, borgaralegu sjónvarpsefni fyrir efnisveituna - t.d. „töluvert af stöffi frá Hannesi Hólmsteini um pólitík,“ að sögn Jóns Kristins. „Við vorum kannski full brattir í fyrri yfirlýsingum,“ segir Jón Kristinn um 1. nóvember-áformin. Uppsetning Ísflix sé meira og minna unnin í sjálfboðavinnu og hafi tekið lengri tíma en búist hafði verið við. Til að mynda hafi forritun smáforritsins reynst flóknari en áætlanir gerðu ráð fyrir, auk þess sem flutningur eldra efnis yfir á stafrænt form hafi verið tímafrekt.Sjá einnig: Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risanaEins og fram kom í fyrri frétt Vísis af Ísflix verður íslensk dagskrárgerð í fyrirrúmi á efnisveitunni. Frá því að púlsinn var síðast tekinn á undirbúningnum segir Jón Kristinn að mikið efni hafi bæst í sarpinn. Til að mynda hafi Ísflix tryggt sér þætti Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar um Loftleiðir, Íslandssöguþáttaröð auk þess sem von er á heimildarþáttaröðinni Skandall sem fjallar um „nýjar hliðar Geirfinnsmálsins“ - að ógleymdum þáttunum sem Jón Kristinn, Ingvi Hrafn Jónsson og fleiri Ísflix-menn „eiga hjá Hringbraut. Eins og allir þættirnir mínir með Gunnari Dal,“ segir Jón Kristinn um leið og hann hrósar Hringbrautarfólki fyrir að hafa tekið vel í umleitanir Ísflix.Moggaeldhúsið óhentugt Þar að auki mun Ísflix ráðast í eigin dagskrárgerð. Til þess að hún verði að veruleika þurfi Ísflix þó stærra húsnæði en þeim hefur boðist í Hádegismóum og stendur húsnæðisleitin nú yfir að sögn Jóns Kristins.Merki Ísflix.JKSNú þegar sé búið að ganga frá samningum um fjóra aðila um vikulega þætti „og við getum ekki boðið Mogganum upp á það að nota þetta litla stúdió þeirra, sem er í rauninni bara eldhús,“ segir Jón Kristinn. Draumurinn sé að finna húsnæði með mikilli lofthæð fyrir allan tækjabúnaðinn auk þess sem það verður að rúma stærðarinnar myndver sem ætlunin er að hluta í þrennt. Aðspurður um hvernig Ísflix hyggst fjármagna leigu á húsnæði og framleiðslu efnis, í ljósi þess að efnisveitan verður öllum aðgengileg þeim að kostnaðarlausu, segir Jón Kristinn að fjármunirnir séu nær alfarið að koma úr hans eigin vasa. Hugmyndin sé hins vegar að fara inn á auglýsingamarkað á seinni stigum, til að tryggja að notendur þurfi aldrei að greiða fyrir Ísflix. Jón Kristinn er ragur við að nefna hvenær borgaralegir hámgláparar mega búast við því að Ísflix líti dagsins ljós - „ég er búinn að brenna mig á því einu sinni,“ segir hann og hlær. Draumurinn sé þó að geta kynnt Ísflix til leiks á eins árs afmæli Hrafnaþings, sem fagnað verður þriðja fimmtudaginn í janúar. Jón Kristinn telur þó ólíklegt að það takist, líklegra sé að hægt verði að fara í loftið fyrir næstu páska.
Fjölmiðlar Netflix Samkeppnismál Tengdar fréttir Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30