Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 15:27 Óhætt er að segja að gusti um bæjarstjórnina á Seltjarnarnesi sem hefur gripið til töluverðs niðurskurðar undanfarið til viðbótar við önnur erfið mál á sviði barnaverndar og menntamála. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli. Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli.
Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30
Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent