Sögulegt á HM í pílu: „Ég er búin að sanna það að við konur getum unnið karlana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 08:30 Fallon Sherrock eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Davidson Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019 Pílukast Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019
Pílukast Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira