Enski boltinn

Stóri Sam myndi bjarga varnar­vand­ræðum Arsenal á morgun yrði hann ráðinn stjóri liðsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. vísir/getty

Sam Allardyce, enski knattspyrnustjórinn, segir að hann gæti tekið við Arsenal í dag og á morgun væri allt klárt í varnarleik liðsins.

Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City á heimavelli og átti aldrei séns í ensku meistaranna. Arsenal er nú með Freddie Ljungberg sem bráðabirgðarstjóra eftir að liðið rak Unai Emery.

Liðið hefur fengið á sig 27 mörk í fyrstu sautján leikjunum og Stóri Sam er ekki hrifinn.

„Arsenal hefur misst sýnina á hvaða leið þeir eru. Þeir þurfa að tengja saman sem lið og einhver þarf að komast inn í búningsklefann hjá þér,“ sagði Allardyce í hlaðvarpsþætti á talkSPORT.

„Ég gæti komið og byrjað að vinna hjá Arsenal og vörnin hjá þeim væri orðinn betri á morgun án vandræða. Ég hef gert það alls staðar sem ég hef verið. Newcastle, Blackburn, Bolton, West Ham, Crystal Palace, Everton. Ég hef gert þetta alls staðar.“







„En það sem þú getur ekki er að fá þína fremstu menn til þess að standa sig mun mun betur. Þú verður að vona að það séu hæfileikaríkir leikmenn frammi hjá þér og Arsenal hefur þá.“

Arsenal er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×