Enski boltinn

Sky segir Ancelotti á æfinga­svæði E­ver­ton en Balagu­e er ó­sam­mála

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Ancelotti á leið til Englands?
Er Ancelotti á leið til Englands? vísir/getty

Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið.

Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu í kvöld en Ancelotti var rekinn frá Napoli kvöldið eftir að hafa komið liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Gennaro Gattuso tók við Napoli af Ancelotti en Farhad Moshiri, eigandi Everton, og Bill Kenwright, stjórnarformaður félagsins eru með Ancelotti efstan á óskalistanum yfir næsta stjóra Everton.







Hinn sextugi Ancelotti hefur unnið ensku úrvalsdeildina, ensk bikarinn og Samfélagsskjöldinn en hann stýrði Chelsea frá 2009 til 2011. Hann hefur unnið Meistaradeildina í þrígang.

Duncan Ferguson hefur stýrt Everton í síðustu tveimur leikjum. Þeir unnu sigur gegn Chelsea á heimavelli og ferðuðust svo á Old Trafford þar sem þeir náðu í eitt stig.

Guillem Balague, blaðamaður BBC, segir hins vegar að frétt Sky Sports sé ekki rétt. Hann segir Ancelotti vera í Róm að njóta lífsins með konunni sinni svo miðlunum ber ekki saman.







Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru í 16. sæti deildarinnar með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×