Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:15 Ýmissa nýmæla gætir í nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin. vísir/vilhelm Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Í lögunum gætir ýmissa nýmæla, til dæmis er varðar heimild yfirvalda til þess að takmarka eða banna umferð vegna mengunar sem og heimild til þess að hækka hámarkshraða í 110 kílómetra á klukkustund á vegum þar sem akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Þá er ýmislegt í nýju lögunum sem ökumenn og aðrir vegfarendur munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. Á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum umferðarlögum er að nú verður í fyrsta sinn lagt bann við akstri gegn rauðu ljósi. Slíkt bann hefur hingað til aðeins verið að finna í reglugerð. Þá er nýmæli í lögunum hvað varðar lögboðin ökuljós sem skulu ávallt vera kveikt, óháð aðstæðum. Ákvæði er varðar snjalltæki og bann við notkun þeirra er jafnframt gert skýrt og á það bæði við ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn. Sérstök ákvæði um hringtorg Ekki verður lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggisbelta og annars verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 kílómetra á klukkustund. Þá er að finna sérstök ákvæði um hringtorg í lögunum. Lögfest er að ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr torginu. Ökumaður í hringtorgi, sem skipt er í tvær akreinar, skal velja hægri akrein, það er ytri hring, ef hann ætlar að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Þá er óheimilt að skipta um akrein við hring eða á milli ytri og innri hrings í hringtorginu. Í lögunum er einnig að finna breytingar sem snúa að ölvunarakstri. Þannig telst ökumaður ekki getað stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn mælist 0,2 prómill í blóði hans. Hlutlægu mörkin sem segja til um það hvort ökumaður geti stjórnað ökutæki örugglega eru því lækkuð úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Refsimörkin miðast þó áfram við 0,5 prómill og verður ökumönnum þar af leiðandi ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5. Neita má þeim sem er háður notkun áfengis um ökuskírteini Þá er að finna sérstakt ákvæði í lögunum sem snýr að því að heimilt verður að neita þeim sem háður er notkun áfengis um ökuskírteini. Í gildandi lögum eru talin upp ávana- fíkniefni og önnur sljóvgandi efni. „Neita má þeim um ökuskírteini sem háður er notkun ávana- og fíkniefna, áfengis eða annarra sljóvgandi efna. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.“ Í gildandi umferðarlögum er einungis lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina en nú er gerð breyting á því. Með nýju umferðarlögum er nefnilega lagt bann við því að fleygja sorpi úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veginn eða náttúruna, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.Nánar má lesa um ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin á vef Samgöngustofu. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00 Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Í lögunum gætir ýmissa nýmæla, til dæmis er varðar heimild yfirvalda til þess að takmarka eða banna umferð vegna mengunar sem og heimild til þess að hækka hámarkshraða í 110 kílómetra á klukkustund á vegum þar sem akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Þá er ýmislegt í nýju lögunum sem ökumenn og aðrir vegfarendur munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. Á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum umferðarlögum er að nú verður í fyrsta sinn lagt bann við akstri gegn rauðu ljósi. Slíkt bann hefur hingað til aðeins verið að finna í reglugerð. Þá er nýmæli í lögunum hvað varðar lögboðin ökuljós sem skulu ávallt vera kveikt, óháð aðstæðum. Ákvæði er varðar snjalltæki og bann við notkun þeirra er jafnframt gert skýrt og á það bæði við ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn. Sérstök ákvæði um hringtorg Ekki verður lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggisbelta og annars verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 kílómetra á klukkustund. Þá er að finna sérstök ákvæði um hringtorg í lögunum. Lögfest er að ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr torginu. Ökumaður í hringtorgi, sem skipt er í tvær akreinar, skal velja hægri akrein, það er ytri hring, ef hann ætlar að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Þá er óheimilt að skipta um akrein við hring eða á milli ytri og innri hrings í hringtorginu. Í lögunum er einnig að finna breytingar sem snúa að ölvunarakstri. Þannig telst ökumaður ekki getað stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn mælist 0,2 prómill í blóði hans. Hlutlægu mörkin sem segja til um það hvort ökumaður geti stjórnað ökutæki örugglega eru því lækkuð úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Refsimörkin miðast þó áfram við 0,5 prómill og verður ökumönnum þar af leiðandi ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5. Neita má þeim sem er háður notkun áfengis um ökuskírteini Þá er að finna sérstakt ákvæði í lögunum sem snýr að því að heimilt verður að neita þeim sem háður er notkun áfengis um ökuskírteini. Í gildandi lögum eru talin upp ávana- fíkniefni og önnur sljóvgandi efni. „Neita má þeim um ökuskírteini sem háður er notkun ávana- og fíkniefna, áfengis eða annarra sljóvgandi efna. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.“ Í gildandi umferðarlögum er einungis lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina en nú er gerð breyting á því. Með nýju umferðarlögum er nefnilega lagt bann við því að fleygja sorpi úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veginn eða náttúruna, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.Nánar má lesa um ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin á vef Samgöngustofu.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00 Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00