Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:15 Ýmissa nýmæla gætir í nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin. vísir/vilhelm Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Í lögunum gætir ýmissa nýmæla, til dæmis er varðar heimild yfirvalda til þess að takmarka eða banna umferð vegna mengunar sem og heimild til þess að hækka hámarkshraða í 110 kílómetra á klukkustund á vegum þar sem akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Þá er ýmislegt í nýju lögunum sem ökumenn og aðrir vegfarendur munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. Á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum umferðarlögum er að nú verður í fyrsta sinn lagt bann við akstri gegn rauðu ljósi. Slíkt bann hefur hingað til aðeins verið að finna í reglugerð. Þá er nýmæli í lögunum hvað varðar lögboðin ökuljós sem skulu ávallt vera kveikt, óháð aðstæðum. Ákvæði er varðar snjalltæki og bann við notkun þeirra er jafnframt gert skýrt og á það bæði við ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn. Sérstök ákvæði um hringtorg Ekki verður lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggisbelta og annars verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 kílómetra á klukkustund. Þá er að finna sérstök ákvæði um hringtorg í lögunum. Lögfest er að ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr torginu. Ökumaður í hringtorgi, sem skipt er í tvær akreinar, skal velja hægri akrein, það er ytri hring, ef hann ætlar að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Þá er óheimilt að skipta um akrein við hring eða á milli ytri og innri hrings í hringtorginu. Í lögunum er einnig að finna breytingar sem snúa að ölvunarakstri. Þannig telst ökumaður ekki getað stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn mælist 0,2 prómill í blóði hans. Hlutlægu mörkin sem segja til um það hvort ökumaður geti stjórnað ökutæki örugglega eru því lækkuð úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Refsimörkin miðast þó áfram við 0,5 prómill og verður ökumönnum þar af leiðandi ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5. Neita má þeim sem er háður notkun áfengis um ökuskírteini Þá er að finna sérstakt ákvæði í lögunum sem snýr að því að heimilt verður að neita þeim sem háður er notkun áfengis um ökuskírteini. Í gildandi lögum eru talin upp ávana- fíkniefni og önnur sljóvgandi efni. „Neita má þeim um ökuskírteini sem háður er notkun ávana- og fíkniefna, áfengis eða annarra sljóvgandi efna. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.“ Í gildandi umferðarlögum er einungis lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina en nú er gerð breyting á því. Með nýju umferðarlögum er nefnilega lagt bann við því að fleygja sorpi úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veginn eða náttúruna, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.Nánar má lesa um ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin á vef Samgöngustofu. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00 Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum. Í lögunum gætir ýmissa nýmæla, til dæmis er varðar heimild yfirvalda til þess að takmarka eða banna umferð vegna mengunar sem og heimild til þess að hækka hámarkshraða í 110 kílómetra á klukkustund á vegum þar sem akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa. Þá er ýmislegt í nýju lögunum sem ökumenn og aðrir vegfarendur munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. Á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum umferðarlögum er að nú verður í fyrsta sinn lagt bann við akstri gegn rauðu ljósi. Slíkt bann hefur hingað til aðeins verið að finna í reglugerð. Þá er nýmæli í lögunum hvað varðar lögboðin ökuljós sem skulu ávallt vera kveikt, óháð aðstæðum. Ákvæði er varðar snjalltæki og bann við notkun þeirra er jafnframt gert skýrt og á það bæði við ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn. Sérstök ákvæði um hringtorg Ekki verður lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggisbelta og annars verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 kílómetra á klukkustund. Þá er að finna sérstök ákvæði um hringtorg í lögunum. Lögfest er að ökumaður í ytri hring skal veita þeim sem ekur í innri hring forgang út úr torginu. Ökumaður í hringtorgi, sem skipt er í tvær akreinar, skal velja hægri akrein, það er ytri hring, ef hann ætlar að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Þá er óheimilt að skipta um akrein við hring eða á milli ytri og innri hrings í hringtorginu. Í lögunum er einnig að finna breytingar sem snúa að ölvunarakstri. Þannig telst ökumaður ekki getað stjórnað ökutæki örugglega ef vínandamagn mælist 0,2 prómill í blóði hans. Hlutlægu mörkin sem segja til um það hvort ökumaður geti stjórnað ökutæki örugglega eru því lækkuð úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Refsimörkin miðast þó áfram við 0,5 prómill og verður ökumönnum þar af leiðandi ekki gerð refsing nema áfengi í blóði mælist yfir 0,5. Neita má þeim sem er háður notkun áfengis um ökuskírteini Þá er að finna sérstakt ákvæði í lögunum sem snýr að því að heimilt verður að neita þeim sem háður er notkun áfengis um ökuskírteini. Í gildandi lögum eru talin upp ávana- fíkniefni og önnur sljóvgandi efni. „Neita má þeim um ökuskírteini sem háður er notkun ávana- og fíkniefna, áfengis eða annarra sljóvgandi efna. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a almennra hegningarlaga.“ Í gildandi umferðarlögum er einungis lagt bann við því að fleygja eða skilja sorp eftir á vegi það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina en nú er gerð breyting á því. Með nýju umferðarlögum er nefnilega lagt bann við því að fleygja sorpi úr ökutæki eða skilja eftir á vegi sorp eða annað sem óhreinkar veginn eða náttúruna, jafnvel þótt það hafi ekki í för með sér hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur.Nánar má lesa um ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin á vef Samgöngustofu.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00 Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13. júní 2019 20:00
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00