Star Wars olli usla í Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 09:57 Tölvuleikja-J.J. Abrams á sviði. Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. Forsvarsmenn leiksins sögðu í aðdraganda viðburðarins að eftirsóknin inn á vefþjónana væri „fordæmalaus“ og var honum frestað um skeið svo fleiri kæmust að.Spilarar komu saman í leiknum við stað sem kallast Risky Reels og fylgdust með stuttri orrustu á milli Millennium Falcon og nokkurra Tie Fighters. Þá lenti Fálkinn og heilmynd af Geoff Keighley, kynni Game Awards, stormsveitarmaðurinn FN0143, sem talsettur var af leikaranum Ben Schwartz, steig út úr geimskipinu og J.J. Abrams, sem leikstýrir Rise of Skywalker, sömuleiðis. Talsetning þeirra var í beinni útsendingu en eftir smá grín og stutta skoðanakönnun var atriðið sýnt. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Eftir að atriðinu lauk greiddu spilarar atkvæði um uppáhalds geislasverðs-lit þeirra og voru sverðin sett inn í leikinn. Undir lok viðburðarins mátti þó heyra rödd Palpatine keisara þar sem hann segir að verki kynslóða sé nú að ljúka og komið sé að degi hefndar og degi Sith, sem er áhugavert. Star Wars Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. Forsvarsmenn leiksins sögðu í aðdraganda viðburðarins að eftirsóknin inn á vefþjónana væri „fordæmalaus“ og var honum frestað um skeið svo fleiri kæmust að.Spilarar komu saman í leiknum við stað sem kallast Risky Reels og fylgdust með stuttri orrustu á milli Millennium Falcon og nokkurra Tie Fighters. Þá lenti Fálkinn og heilmynd af Geoff Keighley, kynni Game Awards, stormsveitarmaðurinn FN0143, sem talsettur var af leikaranum Ben Schwartz, steig út úr geimskipinu og J.J. Abrams, sem leikstýrir Rise of Skywalker, sömuleiðis. Talsetning þeirra var í beinni útsendingu en eftir smá grín og stutta skoðanakönnun var atriðið sýnt. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Eftir að atriðinu lauk greiddu spilarar atkvæði um uppáhalds geislasverðs-lit þeirra og voru sverðin sett inn í leikinn. Undir lok viðburðarins mátti þó heyra rödd Palpatine keisara þar sem hann segir að verki kynslóða sé nú að ljúka og komið sé að degi hefndar og degi Sith, sem er áhugavert.
Star Wars Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira