Snarpar viðræður við Sigurð G. Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 11:15 Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs. Vísir/vilhelm Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir að aðdragandinn að kaupum félagsins á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélagi DV, hafi ekki verið langur. Hún gerir ekki ráð fyrir öðru en að DV verði áfram gefið út á prentformi og að starfsmenn sameinaðs félags muni allir starfa á Hafnartorgi. Að öðru leyti vill hún lítið tjá sig um vænt samlegðaráhrif, breytingar á starfsmannahaldi eða annað sem viðkemur rekstri nýja fjölmiðlarisans. Það sé ótímabært, enn sé beðið samþykkis fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins.Greint var frá viðskiptunum í morgun en með þeim myndi Torg eignast útgáfuréttinn að DV, vefmiðilinn DV.is auk gagnasafns fjölmiðilsins. Starfsmönnum var tilkynnt um tíðindin á starfsmannafundi í morgun, en samkvæmt heimildum Vísis var tekið fram á fundinum að ekki yrði um eiginlega sameiningu að ræða - bara kaup. Með kaupunum myndi sameinað félag halda utan um nokkra af víðlesnustu vefmiðlum landsins auk tveggja prentmiðla og sjónvarpsstöðvar. Fari svo að ákveðið verði að sameina vefmiðla DV og Fréttablaðsins, eins og gert var í tilfelli vefmiðla Fréttablaðsins og Hringbrautar í haust, má ætla að til verði einn mest lesni vefmiðill landsins - sé tekið mið af lestrartölum Gallups. Það verður margt um manninn í höfuðstöðvunum á Hafnartorgi, ef af samrunanum verður.vísir/vilhelm Fjölmenna á Hafnartorg Ekki eru nema þrír mánuðir síðan Torg festi kaup á Hringbraut, sem bjargaði síðarnefnda miðlinum frá gjaldþroti eins og fram kom í gögnum sem skilað var inn til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Þar var jafnframt tekið fram að ekki mætti mikið út af bregða til þess að rekstur Fréttablaðsins færi niður fyrir núllið, auk þess sem DV hefur verið rekið með hundruð milljóna tapi á síðustu árum. Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, hefur ekki viljað veita upplýsingar um hver veitti 465 milljóna króna lán til félagsins til að tryggja áframhaldandi starfsemi DV á síðustu árum. Það er því ljóst að aðdragandinn að kaupum Torgs á Fréttablaðinu hefur ekki verið langur, eins og Jóhanna Helga staðfestir í samtali við Vísi: Viðræðurnar við Sigurð G. voru snarpar. Hún vill þó ekkert gefa upp um hvernig þau hjá Torgi sjái fyrir sér að snúa við þessum brothætta rekstri. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar.Stöð 2 Hún segist að sama skapi lítið vilja tjá sig um ástæðurnar fyrir samrunanum á þessum tímapunkti; hvorki þegar kemur að væntum samlegðaráhrifum eða öðrum forsendum. Samkeppnisyfirvöld fái samrunann nú til skoðunar og á meðan vilji hún ekki úttala sig um málið. Þannig segist hún ekki geta rætt framtíðar einstakra eininga, eins og hvort vefmiðlarnir verði raunverulega sameinaðir eða hvort til standi að gera breytingar á útgáfu prentmiðlana. Ekki sé þó gert ráð fyrir neinum stórum breytingum í þeim efnum að svo stöddu. Þegar kemur að starfsmannamálum segist Jóhanna vænta þess að starfsmenn DV muni flytja úr höfuðstöðvum Dagblaðsins við Suðurlandsbraut í skrifstofur Torgs við Hafnartorg. Sama leið var jafnframt farin þegar Hringbraut gekk inn í Torg og starfar nú allt starfsfólk sameinaðs félags undir sama þaki. Að öðru leyti vill hún ekkert segja um breytingar í þessum efnum; hvorki á starfsmannafjölda né ritstjórastöðum. Á ritstjórn DV er nú á þriðja tug starfsmanna og hjá sameinuðu félagi Torgs og Hringbrautar starfa rúmlega 100 manns. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. 22. nóvember 2019 17:49 Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. 13. desember 2019 10:10 DV tapaði 240 milljónum Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári 10. september 2019 08:36 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir að aðdragandinn að kaupum félagsins á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélagi DV, hafi ekki verið langur. Hún gerir ekki ráð fyrir öðru en að DV verði áfram gefið út á prentformi og að starfsmenn sameinaðs félags muni allir starfa á Hafnartorgi. Að öðru leyti vill hún lítið tjá sig um vænt samlegðaráhrif, breytingar á starfsmannahaldi eða annað sem viðkemur rekstri nýja fjölmiðlarisans. Það sé ótímabært, enn sé beðið samþykkis fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins.Greint var frá viðskiptunum í morgun en með þeim myndi Torg eignast útgáfuréttinn að DV, vefmiðilinn DV.is auk gagnasafns fjölmiðilsins. Starfsmönnum var tilkynnt um tíðindin á starfsmannafundi í morgun, en samkvæmt heimildum Vísis var tekið fram á fundinum að ekki yrði um eiginlega sameiningu að ræða - bara kaup. Með kaupunum myndi sameinað félag halda utan um nokkra af víðlesnustu vefmiðlum landsins auk tveggja prentmiðla og sjónvarpsstöðvar. Fari svo að ákveðið verði að sameina vefmiðla DV og Fréttablaðsins, eins og gert var í tilfelli vefmiðla Fréttablaðsins og Hringbrautar í haust, má ætla að til verði einn mest lesni vefmiðill landsins - sé tekið mið af lestrartölum Gallups. Það verður margt um manninn í höfuðstöðvunum á Hafnartorgi, ef af samrunanum verður.vísir/vilhelm Fjölmenna á Hafnartorg Ekki eru nema þrír mánuðir síðan Torg festi kaup á Hringbraut, sem bjargaði síðarnefnda miðlinum frá gjaldþroti eins og fram kom í gögnum sem skilað var inn til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Þar var jafnframt tekið fram að ekki mætti mikið út af bregða til þess að rekstur Fréttablaðsins færi niður fyrir núllið, auk þess sem DV hefur verið rekið með hundruð milljóna tapi á síðustu árum. Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, hefur ekki viljað veita upplýsingar um hver veitti 465 milljóna króna lán til félagsins til að tryggja áframhaldandi starfsemi DV á síðustu árum. Það er því ljóst að aðdragandinn að kaupum Torgs á Fréttablaðinu hefur ekki verið langur, eins og Jóhanna Helga staðfestir í samtali við Vísi: Viðræðurnar við Sigurð G. voru snarpar. Hún vill þó ekkert gefa upp um hvernig þau hjá Torgi sjái fyrir sér að snúa við þessum brothætta rekstri. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar.Stöð 2 Hún segist að sama skapi lítið vilja tjá sig um ástæðurnar fyrir samrunanum á þessum tímapunkti; hvorki þegar kemur að væntum samlegðaráhrifum eða öðrum forsendum. Samkeppnisyfirvöld fái samrunann nú til skoðunar og á meðan vilji hún ekki úttala sig um málið. Þannig segist hún ekki geta rætt framtíðar einstakra eininga, eins og hvort vefmiðlarnir verði raunverulega sameinaðir eða hvort til standi að gera breytingar á útgáfu prentmiðlana. Ekki sé þó gert ráð fyrir neinum stórum breytingum í þeim efnum að svo stöddu. Þegar kemur að starfsmannamálum segist Jóhanna vænta þess að starfsmenn DV muni flytja úr höfuðstöðvum Dagblaðsins við Suðurlandsbraut í skrifstofur Torgs við Hafnartorg. Sama leið var jafnframt farin þegar Hringbraut gekk inn í Torg og starfar nú allt starfsfólk sameinaðs félags undir sama þaki. Að öðru leyti vill hún ekkert segja um breytingar í þessum efnum; hvorki á starfsmannafjölda né ritstjórastöðum. Á ritstjórn DV er nú á þriðja tug starfsmanna og hjá sameinuðu félagi Torgs og Hringbrautar starfa rúmlega 100 manns.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. 22. nóvember 2019 17:49 Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. 13. desember 2019 10:10 DV tapaði 240 milljónum Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári 10. september 2019 08:36 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. 22. nóvember 2019 17:49
Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. 13. desember 2019 10:10
DV tapaði 240 milljónum Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári 10. september 2019 08:36