Enski boltinn

Shaqiri mun aldrei gleyma markinu í granna­slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svisslendingurinn fagnar marki sínu gegn Everton.
Svisslendingurinn fagnar marki sínu gegn Everton. vísir/getty

Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, segir að hann sé tilbúinn í þétta leikjadagskrá sem bíður Liverpool-liðsins í desembermánuði.

Kálfameiðsli hafa haldið Shaqiri frá vellinum lengst af á leiktíðinni en Svisslendingurinn er að komast í betra og betra form og skoraði meðal annars í 5-2 sigri á Everton á dögunum.

„Ég er 100% tilbúinn. Augljóslega þurfti ég að æfa í eina eða tvær vikur til þess að verða klár en ég er ánægður og mér líður vel svo ég er tilbúinn,“ sagði Shaqiri í samtali við heimasíðu Liverpool.





„Ég var mjög ánægður að fá tækifæri frá byrjun og ég vildi sýna góða frammistöðu. Ég var mjög ánægður og að skora mark í grannaslagnum er ótrúlegt, eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“

„Ég hlakka til næstu leikja. Mér líður vel og og ég vonast eftir meiru. Allir vita að við eigum marga leiki framundan og allir þurfa að vera klárir. Ég er klárir og allir hinir líka.“





Liverpool mætir Watford í hádegisleiknum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×