Átta pítsur á dag í fjóra daga Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2019 13:30 Brynjar er hér til vinstri og Haukur til hægri. „Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu. Matur Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
„Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu.
Matur Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira