Bandaríska liðið bjargaði sér fyrir horn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2019 09:30 Tiger og Justin Thomas fagna í nótt. vísir/getty Staðan var orðin ansi svört hjá bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í golfi í nótt en með góðum endasprett náði bandaríska liðið að halda lífi í keppninni. Alþjóðlega liðið leiddi 4-1 eftir fyrsta daginn og vann svo fyrsta leikinn í fjórmenningnum í nótt. Þá var staðan orðin 5-1 og alþjóðlega liðið þess utan yfir í öllum leikjum dagsins. Bandaríkjamenn gáfust þó ekki upp og fyrirliði þeirra, Tiger Woods, kláraði daginn með því að vinna sinn leik ásamt Justin Thomas. Staðan er því 6,5 gegn 3,5 eftir annan dag og Bandaríkjamenn þakka fyrir að vera enn með í baráttunni. „Þetta leit skelfilega út um tíma en strákarnir náðu að snúa þessu við,“ sagði Tiger en hann er spilandi fyrirliði og hefur unnið báða sína leiki. „Það var gríðarlega mikilvægt að enda þetta svona og síðasti klukkutíminn breytti öllu. Þetta er alls ekki búið.“ Þriðji dagur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsending klukkan 20.00. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Staðan var orðin ansi svört hjá bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í golfi í nótt en með góðum endasprett náði bandaríska liðið að halda lífi í keppninni. Alþjóðlega liðið leiddi 4-1 eftir fyrsta daginn og vann svo fyrsta leikinn í fjórmenningnum í nótt. Þá var staðan orðin 5-1 og alþjóðlega liðið þess utan yfir í öllum leikjum dagsins. Bandaríkjamenn gáfust þó ekki upp og fyrirliði þeirra, Tiger Woods, kláraði daginn með því að vinna sinn leik ásamt Justin Thomas. Staðan er því 6,5 gegn 3,5 eftir annan dag og Bandaríkjamenn þakka fyrir að vera enn með í baráttunni. „Þetta leit skelfilega út um tíma en strákarnir náðu að snúa þessu við,“ sagði Tiger en hann er spilandi fyrirliði og hefur unnið báða sína leiki. „Það var gríðarlega mikilvægt að enda þetta svona og síðasti klukkutíminn breytti öllu. Þetta er alls ekki búið.“ Þriðji dagur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsending klukkan 20.00.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira