Fyrrverandi þingmenn efna til söfnunar fyrir Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 19:45 Hópurinn skorar einnig á fyrirtæki, félagahópa og stofnanir og biður um að leggja sitt að mörkum. Getty/Barcroft Media Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins. Namibía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins.
Namibía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira