Fyrrverandi þingmenn efna til söfnunar fyrir Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 19:45 Hópurinn skorar einnig á fyrirtæki, félagahópa og stofnanir og biður um að leggja sitt að mörkum. Getty/Barcroft Media Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins. Namibía Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins.
Namibía Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira