Sigurvegarar Kraumsverðlaunanna 2019 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. desember 2019 17:15 Sigurvegararnir á verðlaunaafhendingunni í kvöld. kraumur Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History
Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30