(Þrætu)epli bara á jólunum Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skóla - og menntamál Trúmál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun