Tapaði ekki hrinu á HM kvenna og nú fær hún að reyna sig á móti körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 17:30 Mikuru Suzuki er litríkur keppandi. Getty/ Alex Burstow Hin japanska Mikuru Suzuki vakti mikla athygli á HM kvenna í pílukasti fyrr á þessu ári og hún er önnur tveggja kvenna sem fær að reyna sig á móti körlunum á HM í pílukasti sem hefst 13. desember næstkomandi. HM í pílu fer fram 13. desember 2019 til 1. janúar 2020 og verður í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö eins og í fyrra. Pílan hefur verið eitt af þessum karlasportum en undanfarin ár hafa verið tekin lítil spor í að koma kvennapílunni af stað. Eitt af þeim er að leyfa konum að keppa við karlana á heimsmeistaramóti þeirra. Tvær konur fá þátttökurétt í ár eða Mikuru Suzuki frá Japan og Fallon Sherrock frá Englandi. Mikuru Suzuki er 37 ára gömul og varð fimmta konan til að tryggja sér heimsmeistaratitil kvenna í pílu. Eins og síðustu ár hefur sá sigur gefið bestu pílukonu heims tækifæri að keppa við karlana og það breytist ekki núna. Mikuru Suzuki kom mörgum á óvart á HM kvenna með því að vinna ríkjandi heimsmeistara, Lisu Ashton, í fyrstu umferðinni. Suzuki vann 2-0 og komst í átta liða úrslitin. Hún hélt síðan sigurgöngu sinni áfram og tapaði ekki hrinu á öllu mótinu. Who are the Ally Pally debutants? Meet the 22 players who will be gracing the Alexandra Palace stage for the first time at the 2019/20 @WilliamHill World Championship...https://t.co/6TO1ARDOEMpic.twitter.com/ZdLhkrShrt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 10, 2019 Suzuki vann úrslitaleikinn 3-0, 3-1 og 3-1 á móti hinni ensku Lorraine Winstanley og bauð upp á 90,12 í meðalskor sem er það hæsta í sögunni. Þetta verður í fyrsta sinn sem Mikuru Suzuki tekur þátt í HM í pílu og er hún ein af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í ár. Það verður líka mjög athyglisvert að sjá hvort þær Mikuru Suzuki og Fallon Sherrock takist að stríða körlunum í fyrstu umferð HM í pílu. Suzuki mætir þar James Richardson frá Englandi en Sherrock lenti á móti landa sínum Ted Evetts. Pílukast Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
Hin japanska Mikuru Suzuki vakti mikla athygli á HM kvenna í pílukasti fyrr á þessu ári og hún er önnur tveggja kvenna sem fær að reyna sig á móti körlunum á HM í pílukasti sem hefst 13. desember næstkomandi. HM í pílu fer fram 13. desember 2019 til 1. janúar 2020 og verður í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö eins og í fyrra. Pílan hefur verið eitt af þessum karlasportum en undanfarin ár hafa verið tekin lítil spor í að koma kvennapílunni af stað. Eitt af þeim er að leyfa konum að keppa við karlana á heimsmeistaramóti þeirra. Tvær konur fá þátttökurétt í ár eða Mikuru Suzuki frá Japan og Fallon Sherrock frá Englandi. Mikuru Suzuki er 37 ára gömul og varð fimmta konan til að tryggja sér heimsmeistaratitil kvenna í pílu. Eins og síðustu ár hefur sá sigur gefið bestu pílukonu heims tækifæri að keppa við karlana og það breytist ekki núna. Mikuru Suzuki kom mörgum á óvart á HM kvenna með því að vinna ríkjandi heimsmeistara, Lisu Ashton, í fyrstu umferðinni. Suzuki vann 2-0 og komst í átta liða úrslitin. Hún hélt síðan sigurgöngu sinni áfram og tapaði ekki hrinu á öllu mótinu. Who are the Ally Pally debutants? Meet the 22 players who will be gracing the Alexandra Palace stage for the first time at the 2019/20 @WilliamHill World Championship...https://t.co/6TO1ARDOEMpic.twitter.com/ZdLhkrShrt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 10, 2019 Suzuki vann úrslitaleikinn 3-0, 3-1 og 3-1 á móti hinni ensku Lorraine Winstanley og bauð upp á 90,12 í meðalskor sem er það hæsta í sögunni. Þetta verður í fyrsta sinn sem Mikuru Suzuki tekur þátt í HM í pílu og er hún ein af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í ár. Það verður líka mjög athyglisvert að sjá hvort þær Mikuru Suzuki og Fallon Sherrock takist að stríða körlunum í fyrstu umferð HM í pílu. Suzuki mætir þar James Richardson frá Englandi en Sherrock lenti á móti landa sínum Ted Evetts.
Pílukast Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira