Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 08:53 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53
Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26
Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30